Sérfræðingar gagnrýna smíðagæði Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 10:34 Tesla Model 3. Tesla bauð nokkrum bílasérfræðingum að skoða nýjustu eintökin af Tesla Model 3 bílnum, nýjustu afurð bandaríska rafmagnbílaframleiðandans, í sýningarrými í Brooklyn í New York um daginn. Einn sérfræðinganna, Toni Sacconaghi, sagði að smíðagæðum á bílnum væri verulega ábótavant. Einstaka smíðahlutir hans féllu ekki rétt saman, gúmmílistar kringum rúður væru ekki á réttum stað, glerþak bílsins féll ekki rétt og saumar í innréttingunni væru heldur ekki á réttum stöðum. Svona skoðun er gjarnan nefnd “Fit and finish inspection” á ensku og víst má telja að Tesla Model 3 hafi ekki staðist þá skoðun. Að auki vildi Toni Sacconaghi meina að Tesla hafi sýnt sérfræðingunum sín allra bestu eintök, svo áhyggjuefni væri hvernig hin smíðaeintökin væru, þ.e. líklega miklu verri. Tesla ætlar að vera komið í 5.000 bíla framleiðslu á viku af Model S bílnum seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en Tesla hefur frestað þessari dagsetningu nokkrum sinnum og á í vandræðum með að koma framleiðslunni á réttan hraða. Fyrst verður fyrirtækið þó að koma gæðamálum við smíði bílsins í rétt horf og svo virðist sem aðeins sé í land þar. Eigendur Tesla Model S bíla hafa einnig kvartað við Tesla um döpur smíðagæði og að einstaka partar bílsins passi illa saman við aðra hluta hans, svo þetta vandamál er ekki ókunnugt Tesla. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent
Tesla bauð nokkrum bílasérfræðingum að skoða nýjustu eintökin af Tesla Model 3 bílnum, nýjustu afurð bandaríska rafmagnbílaframleiðandans, í sýningarrými í Brooklyn í New York um daginn. Einn sérfræðinganna, Toni Sacconaghi, sagði að smíðagæðum á bílnum væri verulega ábótavant. Einstaka smíðahlutir hans féllu ekki rétt saman, gúmmílistar kringum rúður væru ekki á réttum stað, glerþak bílsins féll ekki rétt og saumar í innréttingunni væru heldur ekki á réttum stöðum. Svona skoðun er gjarnan nefnd “Fit and finish inspection” á ensku og víst má telja að Tesla Model 3 hafi ekki staðist þá skoðun. Að auki vildi Toni Sacconaghi meina að Tesla hafi sýnt sérfræðingunum sín allra bestu eintök, svo áhyggjuefni væri hvernig hin smíðaeintökin væru, þ.e. líklega miklu verri. Tesla ætlar að vera komið í 5.000 bíla framleiðslu á viku af Model S bílnum seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en Tesla hefur frestað þessari dagsetningu nokkrum sinnum og á í vandræðum með að koma framleiðslunni á réttan hraða. Fyrst verður fyrirtækið þó að koma gæðamálum við smíði bílsins í rétt horf og svo virðist sem aðeins sé í land þar. Eigendur Tesla Model S bíla hafa einnig kvartað við Tesla um döpur smíðagæði og að einstaka partar bílsins passi illa saman við aðra hluta hans, svo þetta vandamál er ekki ókunnugt Tesla.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent