Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 11:04 Íslenskir neytendur hafa þurft að lifa við tugum króna hærri álagningu á bílaeldsneyti en neytendur í nágrannalöndum. Töluleg samantekt á þróun bensínverðs frá 1. janúar 2016 út október 2017 staðfestir að hér á landi hefur ríkt klassískur fákeppnismarkaður. Áhrif samkeppninnar frá Costco er berlega að skila sér inn á markaðinn. Þróun bensínverðsins styður það sem FÍB hefur ítrekað bent á og samkeppnisyfirvöld staðfest með mjög ítarlegum samantektum á olíumarkaðnum, að íslenskir neytendur hafa þurft að lifa við tugum króna hærri álagningu á bílaeldsneyti samanborið við neytendur í nágrannalöndum. Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á markaðnum er að afsláttardögum á hefðbundnum stöðvum hefur fjölgað verulega frá miðju ári. Einnig hefur FÍB heimildir fyrir því að víða hafi afslættir til hópa og fyrirtækja aukist á síðustu mánuðum. Afsláttur hjá Orkunni X hefur hækkað um 11,60 krónurMunur á meðalverði þar sem bensín er dýrast, það er sjálfsafgreiðsluverð á þjónustustöð (N1, Olís, Skeljungur) og hjá Orkunni, Orkunni X og Dælunni hefur aukist hressilega frá því að Costco opnaði 21. maí 2017. Verðmunur á bensínlítra á milli N1, Olís og Orkunnar var að meðaltali 1,43 krónur frá 1. janúar 2016 til 21. maí 2017. Verðmunurinn hefur frá opnun Costco bensínstöðvarinnar verið 2,75 krónur sem gerir 92% hækkun. Verðmunur á milli N1, Olís og Orkunnar X var að meðaltali frá janúar 2016 fram til 21. maí 2017 9,60 krónur á lítra en hefur að meðaltali frá opnun Costco verið 21,24 krónur sem er 121% aukning verðmunar. Hjá Dælunni var meðal verðmunurinn 8,71 króna á lítra en hefur frá 21. maí verið 20,24 krónur sem er aukning upp á 132%. Fyrir fjölskyldu sem notar 2.000 lítra af bensíni á ári, sem er nálægt meðalnotkun, þá var munurinn á dýrasta bensíninu og verðinu hjá Orkunni X að spara fjölskyldunni 19.200 krónur yfir eitt ár fram að maí 2017. Eftir að Costco kom inn á markaðinn þá mun þessi sama fjölskylda líklega spara 42.480 krónur yfir árið miðað við að markaðurinn haldist svipaður næstu sex mánuði. Hefði þessi fjölskylda tækifæri á að kaupa þetta bensín hjá Costco þá er sparnaðurinn 62.120 krónur yfir eitt ár.Miklar breytingar framundanInnkoma Costco á eldsneytismarkaðinn hefur skilað verulegri verðlækkun til neytenda. Íslensku olíufélögin hafa flest svarað samkeppninni við Costco með beinum hætti. N1 með Dælunni, Skeljungur með Orkunni X og Atlantsolía með lægra verði á fimm stöðvum. Verð hefur lækkað mest næst Urriðaholti í Garðabæ en einnig víðar á landinu. Gamla slagorð Orkunnar, „Orkan alltaf ódýrust“ á ekki lengur við. Costco hefur verið með hagstæðasta bensínverðið frá opnun og síðustu vikurnar hafa Orkan X og Dælan skipst á um að vera með næst lægsta verðið. Olíumarkaðurinn er á tánum og framundan eru miklar breytingar á landslagi olíuviðskipta. N1 og Olís eru að tengjast verslunarkeðjum ef Samkeppniseftirlitið samþykkir. N1 hefur skrifað undir kaup á Festi sem m.a. rekur verslanir Krónunnar. Hagar, sem reka m.a. Bónus og Hagkaup, hafa skrifað undir kaup á öllu hlutafé í Olís. Skeljungur hugðist um tíma að kaupa 10-11 en það gekk til baka. Nýlega var tilkynnt um verulegar skipulagsbreytingar hjá Skeljungi. Skeljungsstöðvarnar verða lagðar af og færðar undir vörumerki Orkunnar og 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum. Fram kom hjá forstjóra Skeljungs að framvegis yrði áhersla fyrirtækisins fyrst og fremst á að bjóða viðskiptavinum ódýrt bensín. Fyrir stuttu var sagt frá því í fréttum að eigendur Atlantsolíu væru að kanna mögulega sölu á fyrirtækinu.N1/Dælan býður bara betra verð á höfuðborgarsvæðinuOrkan er rekin af Skeljungi og er með stöðvar á 48 stöðum víða um land og af þeim eru 8 stöðvar Orkan X. Orkan X er á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum og í Hveragerði. Orkan X við Skemmuveg býður ódýrasta eldsneytið af dælustöðvum Skeljungs. Dælan sem er hluti af N1 er með þrjár stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Það vekur athygli að N1 er ekki að bjóða íbúum utan höfuðborgarsvæðisins upp á ,,Dæluverð“. Orkan X og Dælan bjóða ekki upp á fast dæluverð án frekari afslátta. Atlantsolía er með 19 stöðvar og býður upp á ódýrara verð á 5 stöðvum á Skemmuvegi í Kópavogi, Akureyri, Egilsstöðum, Hveragerði og við Kaplakrika í Hafnarfirði. Dælulykilsafslættir Atlantsolíu gilda á öllum stöðvum félagsins. ÓB sem Olís rekur er með tugi stöðva um land allt sem bjóða sama verð. ÓB er með ódýrara eldsneytisverð frá dælu og viðskiptavinir njóta flestir viðbótar afsláttarkjara. ÓB er ekki með ,,ódýrari“ stöðvar í líkingu við Atlantsolíu eða Dæluna. Samkvæmt nýlegum fréttum Morgunblaðsins má gera ráð fyrir að Costco geti náð til sín allt að 10% af eldsneytissölu á Íslandi frá einni stöð með takmarkaðan opnunartíma. Sparar neytendum 3,5 milljarða króna á áriVarlega áætlað má gera ráð fyrir að innkoma Costco á olíumarkaðinn hafi lækkað eldsneytisverð að meðaltali á landinu öllu um 10 krónur á lítra. Þessi 10 krónu lækkun sparar neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða nálægt 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi.Þróun bensínverðs frá byrjun árs 2016. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Töluleg samantekt á þróun bensínverðs frá 1. janúar 2016 út október 2017 staðfestir að hér á landi hefur ríkt klassískur fákeppnismarkaður. Áhrif samkeppninnar frá Costco er berlega að skila sér inn á markaðinn. Þróun bensínverðsins styður það sem FÍB hefur ítrekað bent á og samkeppnisyfirvöld staðfest með mjög ítarlegum samantektum á olíumarkaðnum, að íslenskir neytendur hafa þurft að lifa við tugum króna hærri álagningu á bílaeldsneyti samanborið við neytendur í nágrannalöndum. Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á markaðnum er að afsláttardögum á hefðbundnum stöðvum hefur fjölgað verulega frá miðju ári. Einnig hefur FÍB heimildir fyrir því að víða hafi afslættir til hópa og fyrirtækja aukist á síðustu mánuðum. Afsláttur hjá Orkunni X hefur hækkað um 11,60 krónurMunur á meðalverði þar sem bensín er dýrast, það er sjálfsafgreiðsluverð á þjónustustöð (N1, Olís, Skeljungur) og hjá Orkunni, Orkunni X og Dælunni hefur aukist hressilega frá því að Costco opnaði 21. maí 2017. Verðmunur á bensínlítra á milli N1, Olís og Orkunnar var að meðaltali 1,43 krónur frá 1. janúar 2016 til 21. maí 2017. Verðmunurinn hefur frá opnun Costco bensínstöðvarinnar verið 2,75 krónur sem gerir 92% hækkun. Verðmunur á milli N1, Olís og Orkunnar X var að meðaltali frá janúar 2016 fram til 21. maí 2017 9,60 krónur á lítra en hefur að meðaltali frá opnun Costco verið 21,24 krónur sem er 121% aukning verðmunar. Hjá Dælunni var meðal verðmunurinn 8,71 króna á lítra en hefur frá 21. maí verið 20,24 krónur sem er aukning upp á 132%. Fyrir fjölskyldu sem notar 2.000 lítra af bensíni á ári, sem er nálægt meðalnotkun, þá var munurinn á dýrasta bensíninu og verðinu hjá Orkunni X að spara fjölskyldunni 19.200 krónur yfir eitt ár fram að maí 2017. Eftir að Costco kom inn á markaðinn þá mun þessi sama fjölskylda líklega spara 42.480 krónur yfir árið miðað við að markaðurinn haldist svipaður næstu sex mánuði. Hefði þessi fjölskylda tækifæri á að kaupa þetta bensín hjá Costco þá er sparnaðurinn 62.120 krónur yfir eitt ár.Miklar breytingar framundanInnkoma Costco á eldsneytismarkaðinn hefur skilað verulegri verðlækkun til neytenda. Íslensku olíufélögin hafa flest svarað samkeppninni við Costco með beinum hætti. N1 með Dælunni, Skeljungur með Orkunni X og Atlantsolía með lægra verði á fimm stöðvum. Verð hefur lækkað mest næst Urriðaholti í Garðabæ en einnig víðar á landinu. Gamla slagorð Orkunnar, „Orkan alltaf ódýrust“ á ekki lengur við. Costco hefur verið með hagstæðasta bensínverðið frá opnun og síðustu vikurnar hafa Orkan X og Dælan skipst á um að vera með næst lægsta verðið. Olíumarkaðurinn er á tánum og framundan eru miklar breytingar á landslagi olíuviðskipta. N1 og Olís eru að tengjast verslunarkeðjum ef Samkeppniseftirlitið samþykkir. N1 hefur skrifað undir kaup á Festi sem m.a. rekur verslanir Krónunnar. Hagar, sem reka m.a. Bónus og Hagkaup, hafa skrifað undir kaup á öllu hlutafé í Olís. Skeljungur hugðist um tíma að kaupa 10-11 en það gekk til baka. Nýlega var tilkynnt um verulegar skipulagsbreytingar hjá Skeljungi. Skeljungsstöðvarnar verða lagðar af og færðar undir vörumerki Orkunnar og 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum. Fram kom hjá forstjóra Skeljungs að framvegis yrði áhersla fyrirtækisins fyrst og fremst á að bjóða viðskiptavinum ódýrt bensín. Fyrir stuttu var sagt frá því í fréttum að eigendur Atlantsolíu væru að kanna mögulega sölu á fyrirtækinu.N1/Dælan býður bara betra verð á höfuðborgarsvæðinuOrkan er rekin af Skeljungi og er með stöðvar á 48 stöðum víða um land og af þeim eru 8 stöðvar Orkan X. Orkan X er á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum og í Hveragerði. Orkan X við Skemmuveg býður ódýrasta eldsneytið af dælustöðvum Skeljungs. Dælan sem er hluti af N1 er með þrjár stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Það vekur athygli að N1 er ekki að bjóða íbúum utan höfuðborgarsvæðisins upp á ,,Dæluverð“. Orkan X og Dælan bjóða ekki upp á fast dæluverð án frekari afslátta. Atlantsolía er með 19 stöðvar og býður upp á ódýrara verð á 5 stöðvum á Skemmuvegi í Kópavogi, Akureyri, Egilsstöðum, Hveragerði og við Kaplakrika í Hafnarfirði. Dælulykilsafslættir Atlantsolíu gilda á öllum stöðvum félagsins. ÓB sem Olís rekur er með tugi stöðva um land allt sem bjóða sama verð. ÓB er með ódýrara eldsneytisverð frá dælu og viðskiptavinir njóta flestir viðbótar afsláttarkjara. ÓB er ekki með ,,ódýrari“ stöðvar í líkingu við Atlantsolíu eða Dæluna. Samkvæmt nýlegum fréttum Morgunblaðsins má gera ráð fyrir að Costco geti náð til sín allt að 10% af eldsneytissölu á Íslandi frá einni stöð með takmarkaðan opnunartíma. Sparar neytendum 3,5 milljarða króna á áriVarlega áætlað má gera ráð fyrir að innkoma Costco á olíumarkaðinn hafi lækkað eldsneytisverð að meðaltali á landinu öllu um 10 krónur á lítra. Þessi 10 krónu lækkun sparar neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða nálægt 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi.Þróun bensínverðs frá byrjun árs 2016.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent