Tala látinna og slasaðra hækkar á hamfarasvæðunum í Íran Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2017 20:00 Tala látinna og slasaðra eftir jarðskjálftann við landamæri Írans og Íraks í fyrrakvöld hefur hækkað til muna. Mikil eyðilegging blasir við hjálparstarfsmönnum á þeim svæðum sem verst urðu úti en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það var kalt aðra nóttina í röð á hamfarasvæðunum í héruðum Kúrda við landamæri Íran og Íraks enda vetur á þessum slóðum og hiti nærri frostmarki að næturlagi. Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 skók svæðið á sunnudagskvöld með gríðarlegri eyðileggingu þó meiri í Íran heldur en Írak en hamfarirnar eru þær mannskæðustu í heiminum á þessu ári. Staðfest er að fleiri en fimm hundruð og fjörutíu eru látnir og fleiri en átta þúsund slasaðir og er óttast það þessar tölur komi til með að hækka. Einnig er staðfest að tólf þúsund íbúðarhús að minnsta kosti hafi hrunið til grunna og önnur þrjátíu þúsund eru óíbúðarhæf. Hassan Rouhani, forseti Írans heimsótti hamfararsvæðið í dag og lofaði hann að uppbygging yrði hröð og reynt yrði að koma öllum til hjálpar. „Ég mun tryggja þeim sem eiga um sárt að binda að ríkisstjórnun mun reyna eftir fremsta megni að leysa öll vandamál á sem fyrst,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans við blaðamenn í dag. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem urðu verst úti sökum skriðufalla og eyðileggingar. Þeir sem misstu heimili eru í tjöldum og er matur og vatn af skornum skammti. Hjálparsamtök áætla að sjötíu þúsund manns hafist við í neyðarskýlum eða undir berum himni. Á annað hundrað eftirskjálftar hafa fylgt stóra jarðskjálftanum og voru þrír þeirra nokkuð stórir eða 4,3 til 4,5 að stærð og ollu þeir töluverðri hræðslu. Yfirvöld í Íran hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en einungis þrjátíu hópar frá Rauða hálfmánanum eru við hjálparstörf á vettvangi. Tengdar fréttir „Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00 Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08 Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02 Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Tala látinna og slasaðra eftir jarðskjálftann við landamæri Írans og Íraks í fyrrakvöld hefur hækkað til muna. Mikil eyðilegging blasir við hjálparstarfsmönnum á þeim svæðum sem verst urðu úti en yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Það var kalt aðra nóttina í röð á hamfarasvæðunum í héruðum Kúrda við landamæri Íran og Íraks enda vetur á þessum slóðum og hiti nærri frostmarki að næturlagi. Jarðskjálfti af stærðinni 7,3 skók svæðið á sunnudagskvöld með gríðarlegri eyðileggingu þó meiri í Íran heldur en Írak en hamfarirnar eru þær mannskæðustu í heiminum á þessu ári. Staðfest er að fleiri en fimm hundruð og fjörutíu eru látnir og fleiri en átta þúsund slasaðir og er óttast það þessar tölur komi til með að hækka. Einnig er staðfest að tólf þúsund íbúðarhús að minnsta kosti hafi hrunið til grunna og önnur þrjátíu þúsund eru óíbúðarhæf. Hassan Rouhani, forseti Írans heimsótti hamfararsvæðið í dag og lofaði hann að uppbygging yrði hröð og reynt yrði að koma öllum til hjálpar. „Ég mun tryggja þeim sem eiga um sárt að binda að ríkisstjórnun mun reyna eftir fremsta megni að leysa öll vandamál á sem fyrst,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans við blaðamenn í dag. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem urðu verst úti sökum skriðufalla og eyðileggingar. Þeir sem misstu heimili eru í tjöldum og er matur og vatn af skornum skammti. Hjálparsamtök áætla að sjötíu þúsund manns hafist við í neyðarskýlum eða undir berum himni. Á annað hundrað eftirskjálftar hafa fylgt stóra jarðskjálftanum og voru þrír þeirra nokkuð stórir eða 4,3 til 4,5 að stærð og ollu þeir töluverðri hræðslu. Yfirvöld í Íran hafa verið gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en einungis þrjátíu hópar frá Rauða hálfmánanum eru við hjálparstörf á vettvangi.
Tengdar fréttir „Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00 Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08 Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02 Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Íslensk kona sem býr í 270 kílómetra fjarlægð frá upptökum sjálftans á landamærum Írans og Íraks fann vel fyrir skjálftanum 13. nóvember 2017 19:00
Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð á skjálftasvæðunum í Íran. 14. nóvember 2017 08:08
Tala látinna í jarðskjálftanum rís Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir. 13. nóvember 2017 15:02
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29
Rúmlega 200 látnir eftir skjálftann Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit. 13. nóvember 2017 06:55