Eigandi Volvo kaupir flugbílafyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 10:38 Terrafugia flugbíllinn. Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent