Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 19:01 Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Vísir/GEtty Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. Lögmaðurinn, sem heitir Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Það sem meira er, þá vinnur eiginkona hans í Hvíta húsinu og tók Talley það ekki fram í skrá yfir mögulega hagsmunaárekstri. Talley skrifaði þó í þá skrá að hann hefði verið meðlimur í Tuscaloosa Paranormal Research Group. Það er hópur fólks sem gistir í gömlum byggingum yfir nótt og reynir að finna drauga með „vísindalegum aðferðum“ eins og það er orðað á heimasíðu TPRG. Gagnrýni vegna vals Trump á Talley hefur einnig snúið að því að hann virðist vera mjög pólitískur. Hann hefur margsinnis gagnrýnt demókrata á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni skrifaði hann grein í janúar 2013 um að allir ættu að ganga til liðs við samtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur hann skrifað um stjórnmál í aðsendum greinum til fjölmiðla.Lögmannafélag Bandaríkjanna segir Talley vera óhæfan til starfsins en verði hann staðfestur af öldungadeildinni gæti hann verið dómari til æviloka.Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings er búin að samþykkja Talley í starfið og var kosið eftir flokkslínum þar sem repúblikanar eru fleiri en demókratar. Öldungadeildin í heild sinni mun einnig þurfa að kjósa um Talley. Samkvæmt frétt BBC er talið líklegt að hann verði staðfestir af þinginu. Trump hefur skipað mikinn fjölda dómara á fyrsta ári sínu eða um tvöfalt fleiri en Barack Obama gerði á sínu fyrsta ári sem forseti. Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. Lögmaðurinn, sem heitir Brett Talley, hefur skrifað nokkrar hrollvekjur og hefur farið víða um til að leita að draugum. Það sem meira er, þá vinnur eiginkona hans í Hvíta húsinu og tók Talley það ekki fram í skrá yfir mögulega hagsmunaárekstri. Talley skrifaði þó í þá skrá að hann hefði verið meðlimur í Tuscaloosa Paranormal Research Group. Það er hópur fólks sem gistir í gömlum byggingum yfir nótt og reynir að finna drauga með „vísindalegum aðferðum“ eins og það er orðað á heimasíðu TPRG. Gagnrýni vegna vals Trump á Talley hefur einnig snúið að því að hann virðist vera mjög pólitískur. Hann hefur margsinnis gagnrýnt demókrata á samfélagsmiðlum og á bloggsíðu sinni skrifaði hann grein í janúar 2013 um að allir ættu að ganga til liðs við samtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Sömuleiðis hefur hann skrifað um stjórnmál í aðsendum greinum til fjölmiðla.Lögmannafélag Bandaríkjanna segir Talley vera óhæfan til starfsins en verði hann staðfestur af öldungadeildinni gæti hann verið dómari til æviloka.Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings er búin að samþykkja Talley í starfið og var kosið eftir flokkslínum þar sem repúblikanar eru fleiri en demókratar. Öldungadeildin í heild sinni mun einnig þurfa að kjósa um Talley. Samkvæmt frétt BBC er talið líklegt að hann verði staðfestir af þinginu. Trump hefur skipað mikinn fjölda dómara á fyrsta ári sínu eða um tvöfalt fleiri en Barack Obama gerði á sínu fyrsta ári sem forseti.
Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira