Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:00 Kenny Dalglish á þessum hræðilega degi á Hillsborough í apríl 1989. Vísir/Getty Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira