Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2017 12:00 Formenn flokkanna hittust á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Það lá vel á þeim fyrir upphaf fundarins eins og sjá má á þessari stórskemmtilegu mynd. vísir/eyþór Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. Líklegt er að flokkarnir nái þó að klára málefnavinnu sína um helgina eða á mánudag og stjórnarsáttmáli verði kynntur um miðja næstu viku. Viðræðum formanna Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var framhaldið í morgun. Formennirnir voru bjartsýn á það í gær að þeim tækist að ljúka málefnavinnu sinni um helgina og að hægt verði að kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrir stofnunum flokkanna á mánudag eða þriðjudag. Það þýðir að hugsanlega verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á þriðjudag eða miðvikudag. Þau undirstrikuðu þó öll að sáttmálinn væri ekki í höfn fyrr en öllum ágreiningsmál væru útkljáð. „Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn á Laugarbakka í Miðfirði í dag og á morgun en hann hafði löngu verið ákveðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins ekki getað kynnt inntak væntanlegs stjórnarsáttmála á þeim fundi og þarf miðstjórnin því væntanlega að koma saman aftur í næstu viku.Mikilvægt að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði Formennirnir eru allir sammála um að miklu máli skipti að jafnvægi haldist á vinnumarkaði á næsta ári. Samningar stórra hópa opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna og hinn 1. febrúar verður hægt að opna kjarasamnnga á almennum vinnumarkaði, til framlengingar út næsta ár eða til endurskoðunar og jafnvel uppsagnar. Skilaboð Gylfa Arnbjörnssonar forseta Alþýðusambandsins á fundi með formönnunum í gær voru skýr um mikilvægi þess að efnahagslegur og félagslegur stöðugleik þyrftu að haldast í hendur. „En við höfum sérstaklega dregið fram atriði á vinnumarkaðnum. Stöðu atvinnuleysisbótakerfisins og bótanna sem eru í sögulegu lágmarki. Fæðingarorlofið er líka mjög lágt, ábyrgðasjóður launa, keðjuábyrgð (fyrirtækja) og undirboð á vinnumarkaði. Allt eru þetta atriði sem skipta máli. Síðan ef við tökum menntunina og þá breytingu sem eru að verða hér með hinni svo kölluðu fjórðu iðnbyltingu. Þar eru margir minna félagsmanna algerlega berskjaldaðir í þvi að hafa ekki náð að fá nám og hafa litla möguleika til þess. Allt eru þetta atriði sem skipta máli til að ná einhvern veginn utan um þetta verkefni,“ segir Gylfi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins leggur áherslu á að stöðufleika undanfarinna ára verði viðhaldið. Ríki og sveitarfélög eigi ekki að leiða launaþróunina í landinu eins og gerst hefði undanfarin misseri. „Það er lang eðlilegast að atvinnulífið ákvarði hvert sé rýmið til launahækkana hverju sinni. Og vel að merkja; það er það sem þetta norræna líkan gengur út á í sinni eindföldustu mynd. Þannig að við skiptum þeirri köku sem er til skiptanna en ekki einhverri köku sem við eigum ekki og er ekki til skiptanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00 Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. 16. nóvember 2017 19:07 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. Líklegt er að flokkarnir nái þó að klára málefnavinnu sína um helgina eða á mánudag og stjórnarsáttmáli verði kynntur um miðja næstu viku. Viðræðum formanna Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var framhaldið í morgun. Formennirnir voru bjartsýn á það í gær að þeim tækist að ljúka málefnavinnu sinni um helgina og að hægt verði að kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrir stofnunum flokkanna á mánudag eða þriðjudag. Það þýðir að hugsanlega verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á þriðjudag eða miðvikudag. Þau undirstrikuðu þó öll að sáttmálinn væri ekki í höfn fyrr en öllum ágreiningsmál væru útkljáð. „Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins er haldinn á Laugarbakka í Miðfirði í dag og á morgun en hann hafði löngu verið ákveðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins ekki getað kynnt inntak væntanlegs stjórnarsáttmála á þeim fundi og þarf miðstjórnin því væntanlega að koma saman aftur í næstu viku.Mikilvægt að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði Formennirnir eru allir sammála um að miklu máli skipti að jafnvægi haldist á vinnumarkaði á næsta ári. Samningar stórra hópa opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna og hinn 1. febrúar verður hægt að opna kjarasamnnga á almennum vinnumarkaði, til framlengingar út næsta ár eða til endurskoðunar og jafnvel uppsagnar. Skilaboð Gylfa Arnbjörnssonar forseta Alþýðusambandsins á fundi með formönnunum í gær voru skýr um mikilvægi þess að efnahagslegur og félagslegur stöðugleik þyrftu að haldast í hendur. „En við höfum sérstaklega dregið fram atriði á vinnumarkaðnum. Stöðu atvinnuleysisbótakerfisins og bótanna sem eru í sögulegu lágmarki. Fæðingarorlofið er líka mjög lágt, ábyrgðasjóður launa, keðjuábyrgð (fyrirtækja) og undirboð á vinnumarkaði. Allt eru þetta atriði sem skipta máli. Síðan ef við tökum menntunina og þá breytingu sem eru að verða hér með hinni svo kölluðu fjórðu iðnbyltingu. Þar eru margir minna félagsmanna algerlega berskjaldaðir í þvi að hafa ekki náð að fá nám og hafa litla möguleika til þess. Allt eru þetta atriði sem skipta máli til að ná einhvern veginn utan um þetta verkefni,“ segir Gylfi. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins leggur áherslu á að stöðufleika undanfarinna ára verði viðhaldið. Ríki og sveitarfélög eigi ekki að leiða launaþróunina í landinu eins og gerst hefði undanfarin misseri. „Það er lang eðlilegast að atvinnulífið ákvarði hvert sé rýmið til launahækkana hverju sinni. Og vel að merkja; það er það sem þetta norræna líkan gengur út á í sinni eindföldustu mynd. Þannig að við skiptum þeirri köku sem er til skiptanna en ekki einhverri köku sem við eigum ekki og er ekki til skiptanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00 Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. 16. nóvember 2017 19:07 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. 17. nóvember 2017 07:00
Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. 16. nóvember 2017 19:07