Of margir Íslendingar þekkja ekki þessar þjóðargersemar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2017 19:30 Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, sýnir steinkistu Páls biskups. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Rúm sextíu ár eru frá því einhverjar merkustu fornleifar Íslendinga fundust í Skálholti. Rektor Skálholtsskóla segir að of margir Íslendingar hafi ekki hugmynd um þessar þjóðargersemar. Myndir af minjunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skálholt er ekki aðeins fyrsta biskupssetrið heldur var helsta valdamiðstöð Íslands og skólasetur um sjöhundruð ára skeið þar til Suðurlandsskjálfti lagði staðinn í rúst árið 1784. Við fornleifauppgröft árið 1954, í tengslum við endurreisn Skálholts, komu í ljós merkar minjar um hinn forna tíma, þar á meðal jarðgöng, sem eiga sér sögu aftur til Sturlungaaldar. „Þetta er sennilega eitt af elstu mannvirkjum sem við eigum úr okkar sögu og menningu hér á Íslandi. Það eru heimildir um þessi göng, að því er talið er, frá því snemma á 13. öld,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Jarðgöngin í Skálholti fundust árið 1954. Þau eru talin að minnsta kosti 800 ára gömul.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í hvelfingu undir kirkjunni eru varðveittir ýmsir munir sem fundust við fornleifauppgröftinn, þar á meðal steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést árið 1211. Hann var sonur Jóns Loftssonar í Odda, sem var barnabarn Sæmundar fróða, og fóstraði sjálfan Snorra Sturluson. Í kistunni voru bein biskups og biskupsbagall úr rostungstönn, sem talið er að Margrét hin haga hafi skorið út. Halldór kveðst hafa orð sérfræðings á Þjóðminjasafni um að fundur steinkistunnar í Skálholti árið 1954 sé merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar. „Og það eru allt of margir Íslendingar sem hafa bara ekki hugmynd um þetta núorðið. En þetta er bara einn af okkar þjóðargersemum, - einn af fáum gripum sem við eigum frá þjóðveldisöld, - og við vitum hver það var sem hvíldi í kistunni. Og við vitum hvaða listamaður gerði þann listmun sem þar fannst. Þannig að þetta tengir okkur beint við þessa gömlu tíð snemma á 13. öld,“ segir Halldór. Skálholt í Biskupstungum. Undir kirkjunni eru varðveittar einhverjar merkustu fornminjar Íslendinga.Mynd/Stöð 2.Fjallað verður um Skálholt í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Bláskógabyggð Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30 Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Rúm sextíu ár eru frá því einhverjar merkustu fornleifar Íslendinga fundust í Skálholti. Rektor Skálholtsskóla segir að of margir Íslendingar hafi ekki hugmynd um þessar þjóðargersemar. Myndir af minjunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skálholt er ekki aðeins fyrsta biskupssetrið heldur var helsta valdamiðstöð Íslands og skólasetur um sjöhundruð ára skeið þar til Suðurlandsskjálfti lagði staðinn í rúst árið 1784. Við fornleifauppgröft árið 1954, í tengslum við endurreisn Skálholts, komu í ljós merkar minjar um hinn forna tíma, þar á meðal jarðgöng, sem eiga sér sögu aftur til Sturlungaaldar. „Þetta er sennilega eitt af elstu mannvirkjum sem við eigum úr okkar sögu og menningu hér á Íslandi. Það eru heimildir um þessi göng, að því er talið er, frá því snemma á 13. öld,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Jarðgöngin í Skálholti fundust árið 1954. Þau eru talin að minnsta kosti 800 ára gömul.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í hvelfingu undir kirkjunni eru varðveittir ýmsir munir sem fundust við fornleifauppgröftinn, þar á meðal steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést árið 1211. Hann var sonur Jóns Loftssonar í Odda, sem var barnabarn Sæmundar fróða, og fóstraði sjálfan Snorra Sturluson. Í kistunni voru bein biskups og biskupsbagall úr rostungstönn, sem talið er að Margrét hin haga hafi skorið út. Halldór kveðst hafa orð sérfræðings á Þjóðminjasafni um að fundur steinkistunnar í Skálholti árið 1954 sé merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar. „Og það eru allt of margir Íslendingar sem hafa bara ekki hugmynd um þetta núorðið. En þetta er bara einn af okkar þjóðargersemum, - einn af fáum gripum sem við eigum frá þjóðveldisöld, - og við vitum hver það var sem hvíldi í kistunni. Og við vitum hvaða listamaður gerði þann listmun sem þar fannst. Þannig að þetta tengir okkur beint við þessa gömlu tíð snemma á 13. öld,“ segir Halldór. Skálholt í Biskupstungum. Undir kirkjunni eru varðveittar einhverjar merkustu fornminjar Íslendinga.Mynd/Stöð 2.Fjallað verður um Skálholt í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Bláskógabyggð Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30 Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30
Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00