Fagna opinni umræðu um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 19:35 Umræða um kynferðislega áreitni og misbeitingu valds innan listaheimsins hefur verið áberandi síðustu misseri. Vísir/GVA Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þau sem áttu fulltrúa á fundinum voru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag leikskálda og handritshöfunda, Bandalag íslenskra listamanna, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélag Akureyrar, Íslenska Óperan, Sjálfstæðu leikhúsin, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra og RÚV. „Fundurinn fagnar opinni umræðu og hvetur til óháðrar og faglegrar úttektar á vegum Mennta – og menningarmálaráðherra og Félags – og jafnréttismálaráðherra á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu sem Félag íslenskra leikara sendi fyrir hönd hópsins. Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir rannsókn innan leiklistarinnar á áreitni í algjörum forgangi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi í dag. MeToo Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þau sem áttu fulltrúa á fundinum voru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag leikskálda og handritshöfunda, Bandalag íslenskra listamanna, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélag Akureyrar, Íslenska Óperan, Sjálfstæðu leikhúsin, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra og RÚV. „Fundurinn fagnar opinni umræðu og hvetur til óháðrar og faglegrar úttektar á vegum Mennta – og menningarmálaráðherra og Félags – og jafnréttismálaráðherra á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu sem Félag íslenskra leikara sendi fyrir hönd hópsins. Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir rannsókn innan leiklistarinnar á áreitni í algjörum forgangi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi í dag.
MeToo Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00