Telja viku eftir af viðræðunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Formenn flokkanna gera nú hlé á viðræðum vegna fundarhalda í miðstjórn Framsóknarflokksins. Vísir/eyþór „Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkarnir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa átt fundi með aðilum vinnumarkaðarins á undanförnum dögum. Katrín segir tilganginn með fundunum fyrst og fremst hafa verið að hlusta á þeirra ólíku sjónarmið og leita að grundvelli fyrir samtali milli þeirra. „Það er auðvitað óvenjulegt að taka svona fundi inn í stjórnarmyndunarviðræður. Mér fannst það mjög mikilvægt, vegna þess að grundvöllurinn fyrir því að svona sátt geti orðið er að fólk geti allavega sameinast um einhvern grundvöll að samtali milli þessara ólíku aðila og að menn geti sammælst um einhverja umgjörð um það samtal,“ segir Katrín. „Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin er að leggja mikla áherslu á félagslegan stöðugleika og ýmsar aðgerðir á hinu félagslega sviði samhliða hinum efnahagslega stöðugleika,“ segir Katrín aðspurð um efni fundanna. „Mér fannst þetta góðir fundir og mjög mikilvægt að heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í þessu samhengi og auðvitað fulltrúa atvinnulífsins um hinn efnahagslega stöðugleika. „Þetta snýst um að ef á að nást sátt á vinnumarkaði þá verðum við líka að ná sátt um ákveðnar undirstöður í velferðarsamfélaginu og það er í takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að segja og það var svona aðalþemað í samtölum okkar við aðila vinnumarkaðarins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa flokkarnir rætt bæði breytingar í skattkerfinu og á sviði velferðarmála í tengslum við þær kjaraviðræður sem fram undan eru. Aðspurð um hvort rætt sé um nýtt vinnumarkaðslíkan í viðræðunum, segir Katrín mikilvægt að finna einhverja sátt um íslenskt vinnumarkaðslíkan, og það þurfi ekki endilega að vera SALEK-líkanið. Hlé er nú á viðræðum flokkanna meðan haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir, en bæði formaður flokksins og varaformaður eru farin norður í land til að sitja fundinn. Vonir stóðu til þess að bera stjórnarsáttmála undir miðstjórn á fundinum en þrátt fyrir að formenn flokkanna séu allir áfram um að ná saman, hafðist það ekki. Heimildir blaðsins herma að gera megi ráð fyrir að flokkarnir þurfi heila viku í viðbót til að ná öllu saman, ef af þessari ríkisstjórn verður. „Ég geri ráð fyrir að við hittumst aftur á sunnudaginn,“ segir Sigurður Ingi aðspurður um framhald viðræðna. Hann segir menn enn vera að einbeita sér að málefnunum en skipting ráðuneyta hafi lítið verið rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að töluvert sé rætt um verkaskiptingu milli flokkana. Og ljóst er að flokkarnir hafa sínar óskir. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á að fá utanríkismálin auk fjármálanna. Það skapar ákveðinn vanda fyrir Framsóknarmenn sem leggja áherslu á sömu mál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðmælendur blaðsins úr flokkunum þremur eru sammála um að verkaskiptingin sé töluvert flóknari þegar um er að ræða fleiri en tvo flokka. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkarnir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa átt fundi með aðilum vinnumarkaðarins á undanförnum dögum. Katrín segir tilganginn með fundunum fyrst og fremst hafa verið að hlusta á þeirra ólíku sjónarmið og leita að grundvelli fyrir samtali milli þeirra. „Það er auðvitað óvenjulegt að taka svona fundi inn í stjórnarmyndunarviðræður. Mér fannst það mjög mikilvægt, vegna þess að grundvöllurinn fyrir því að svona sátt geti orðið er að fólk geti allavega sameinast um einhvern grundvöll að samtali milli þessara ólíku aðila og að menn geti sammælst um einhverja umgjörð um það samtal,“ segir Katrín. „Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin er að leggja mikla áherslu á félagslegan stöðugleika og ýmsar aðgerðir á hinu félagslega sviði samhliða hinum efnahagslega stöðugleika,“ segir Katrín aðspurð um efni fundanna. „Mér fannst þetta góðir fundir og mjög mikilvægt að heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í þessu samhengi og auðvitað fulltrúa atvinnulífsins um hinn efnahagslega stöðugleika. „Þetta snýst um að ef á að nást sátt á vinnumarkaði þá verðum við líka að ná sátt um ákveðnar undirstöður í velferðarsamfélaginu og það er í takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að segja og það var svona aðalþemað í samtölum okkar við aðila vinnumarkaðarins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa flokkarnir rætt bæði breytingar í skattkerfinu og á sviði velferðarmála í tengslum við þær kjaraviðræður sem fram undan eru. Aðspurð um hvort rætt sé um nýtt vinnumarkaðslíkan í viðræðunum, segir Katrín mikilvægt að finna einhverja sátt um íslenskt vinnumarkaðslíkan, og það þurfi ekki endilega að vera SALEK-líkanið. Hlé er nú á viðræðum flokkanna meðan haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir, en bæði formaður flokksins og varaformaður eru farin norður í land til að sitja fundinn. Vonir stóðu til þess að bera stjórnarsáttmála undir miðstjórn á fundinum en þrátt fyrir að formenn flokkanna séu allir áfram um að ná saman, hafðist það ekki. Heimildir blaðsins herma að gera megi ráð fyrir að flokkarnir þurfi heila viku í viðbót til að ná öllu saman, ef af þessari ríkisstjórn verður. „Ég geri ráð fyrir að við hittumst aftur á sunnudaginn,“ segir Sigurður Ingi aðspurður um framhald viðræðna. Hann segir menn enn vera að einbeita sér að málefnunum en skipting ráðuneyta hafi lítið verið rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að töluvert sé rætt um verkaskiptingu milli flokkana. Og ljóst er að flokkarnir hafa sínar óskir. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á að fá utanríkismálin auk fjármálanna. Það skapar ákveðinn vanda fyrir Framsóknarmenn sem leggja áherslu á sömu mál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðmælendur blaðsins úr flokkunum þremur eru sammála um að verkaskiptingin sé töluvert flóknari þegar um er að ræða fleiri en tvo flokka.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira