Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 08:00 Geir H. Haarde og Davíð Oddsson Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira