Þorsteinn segir mögulegt stjórnarmynstur hafa verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 16:20 Þorsteinn Víglundsson segir að ríkisstjórn D, F og V verði "kyrrstöðustjórn“. Vísir/GVA „Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“ Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
„Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira