„Vagnstjórinn slapp með skrekkinn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn: bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Enginn er þó talin alvarlega slasaður og þykir það mikil mildi en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn harður en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum sem var kyrrstæður. Pallur vörubílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. „Það er sólin sem er vandamálið. Vagnstjórinn sér ekkert fyrr en hann skellur á vörubílinn,“ segir Björgvin Ingvason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það voru sjö manns í strætisvagninum þegar slysið átti sér stað, þar á meðal bílstjóri strætisvagnsins. Fólk var eðlilega í miklu áfalli. „Þeir voru skoðaðir á vettvangi og svo hvattir til að leita aðstoðar ef þeir fyndu til eftir óhappið,“ segir Björgvin og bætir við að farþegarnir hafi verið sóttir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó verður farþegum boðin áfallahjálp og eru hvattir til að hafa samband. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn í dag og var mikill viðbúnaður á vettvangi fram eftir degi. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðeins litlu hafi mátt muna að miklu verr færi. „Í þessu tilfelli hefur bílstjórinn verið afskaplega heppinn að stórslasast ekki. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn í þetta skiptið. Vörubílspallurinn var bara komin í fangið á honum og mikil mildi að ekki fór verr. Svo var fjöldi farþega í bílnum sem virðast hafa sloppið með skrekkinn líka,“ segir Arni. Ari telur einnig að líklega hafi það verið sólin sem hindraði útsýni ökumannsins. „Sólin er hérna ansi lágt á lofti og hún er ansi hættuleg þegar hún blindar ökumenn og ég held að það hafi verið svoleiðis í þessu tilfelli,“ segir Ari. Tengdar fréttir Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn: bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Enginn er þó talin alvarlega slasaður og þykir það mikil mildi en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn harður en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum sem var kyrrstæður. Pallur vörubílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. „Það er sólin sem er vandamálið. Vagnstjórinn sér ekkert fyrr en hann skellur á vörubílinn,“ segir Björgvin Ingvason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það voru sjö manns í strætisvagninum þegar slysið átti sér stað, þar á meðal bílstjóri strætisvagnsins. Fólk var eðlilega í miklu áfalli. „Þeir voru skoðaðir á vettvangi og svo hvattir til að leita aðstoðar ef þeir fyndu til eftir óhappið,“ segir Björgvin og bætir við að farþegarnir hafi verið sóttir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó verður farþegum boðin áfallahjálp og eru hvattir til að hafa samband. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn í dag og var mikill viðbúnaður á vettvangi fram eftir degi. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðeins litlu hafi mátt muna að miklu verr færi. „Í þessu tilfelli hefur bílstjórinn verið afskaplega heppinn að stórslasast ekki. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn í þetta skiptið. Vörubílspallurinn var bara komin í fangið á honum og mikil mildi að ekki fór verr. Svo var fjöldi farþega í bílnum sem virðast hafa sloppið með skrekkinn líka,“ segir Arni. Ari telur einnig að líklega hafi það verið sólin sem hindraði útsýni ökumannsins. „Sólin er hérna ansi lágt á lofti og hún er ansi hættuleg þegar hún blindar ökumenn og ég held að það hafi verið svoleiðis í þessu tilfelli,“ segir Ari.
Tengdar fréttir Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45
Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31