Fagnar dómi í ofbeldismáli móður gegn börnum: „Þau eiga góðar fjölskyldur núna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Réttargæslumaður þriggja barna sem beitt voru grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður segir gagnrýnisvert að foreldrar geti flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. Móðirin var dæmd í tveggja ára fangelsi í gær. Formaður Barnaverndar Reykjavíkur fagnar því að dómur hafi fallið í málinu þar sem oft séu mál látin niður falla vegna skorts á sönnun. Móðir var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir endurtekið ofbeldi gegn börnum sínum þremur í margra ára skeið. Eitt barnanna er á leikskólaaldri en hin á grunnskólaaldri. Móðirin neitaði sök en lýsingar barnanna á ofbeldi fá stoð í læknisvottorðum og óvenjulega mörgum áverkum á líkama þeirra. Auk þess að greina frá ofbeldi gagnvart þeim sjálfum lýstu þau öll ofbeldi móður gegn systkinum. Þá segjast þau hafa verið beitt ofbeldi svo lengi sem þau muni. Í dómnum yfir móðurinni kemur fram að hún hafi slegið börn sín með belti, höndum, rifið í hár og eyru auk þess að slá höfði utan í vegg. Konan var dæmd til að greiða elsta barni sínu 1,5 milljónir króna í bætur en þeim yngri 1,2 milljónir króna. Athygli vekur að móðirin er dæmd fyrir ofbeldi gegn börnunum í langan tíma eða fjögur ár. „Hún flutti á milli sveitarfélaga, að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga, málin fylgdu henni á milli sveitarfélaga. En eins og þú segir hún er dæmd fyrir ofbeldi gegn þeim í fjögur ár þannig maður veltir alveg fyrir sér hvort þarna sé í raun galli í kerfinu,“ segir Lilja Margrét Olsen, lögmaður, og á við að foreldrar geti þannig flúið barnaverndaryfirvöld með því að flytja á milli sveitarfélaga. „Og það á að sjálfsögðu ekki að vera þannig og þá er spurning hvort þetta sé ekki einmitt eitthvað sem barnavernd þarf að kanna að þegar það eru tíðir flutningar fjölskyldna að grípa harðar inn í með könnun máls strax,“ segir Lilja. Börnin búa í dag hvert á sínu heimilinu og eru í góðum höndum að sögn Lilju. „Þau eiga góðar fjölskyldur núna, fósturfjölskyldur,“ segir Lilja.En er tveggja ára dómur í svona alvarlegu máli ekki of stuttur? „Fyrir mér skiptir lengd dómsins í sjálfu sér ekki máli heldur að það varð dómur því í mörgum þessara mál þar sem við óskum lögreglurannsóknar í ná ekki að fá neinn dóm heldur eru látin falla niður á rannsóknarstigi vegna skorts á sönnun sérstaklega hvað varðar yngstu börnin,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, forstjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hún segir að svo alvarleg mál eins og umrætt mál séu fátíð. Þau séu innan við eitt á ári í Reykjavík. „Árið 2016 þá sendum við 37 beiðnir til lögreglunnar með ósk um rannsókn en það varðar þá kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi eða eitthvert annað ofbeldi,“ segir Halldóra en stór hluti málanna sé vegna ofbeldis af hálfu einhvers sem er náin barni. Halldóra segir að talan sé svipuð í ár.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira