Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2017 19:30 Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir í fyrramálið hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. Helsta óvissan er um afstöðu Framsóknarflokksins sem einnig virðist horfa hýru auga til Sjálfstæðisflokksins. Takist gömlu stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að koma sér saman um myndun stjórnar, með eða án fimmta flokksins, eru miklar líkur á að forseti Íslands feli Bjarna Benediktssyni fyrir helgi að mynda ríkisstjórn. Þá eru líkur á að mynduð verði stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Forystufólk Vinstri grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar hélt áfram óformlegum þreifingum um myndun ríkisstjórnar í dag. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir þó ekkert fast í hendi ennþá. „Það er nú svona meira til að athuga hvaða form á að vera á því að ræða saman. Ef við ræðum saman.“Þannig að það er verið að reyna að finna grundvöll til viðræðna?„Já, athuga hvort hann er til staðar.“Ertu bjartsýnn á að flokkarnir sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta þingi geti náð að mynda einhvern kjarna í stjórnarsamstarfi?„Já, ég er alveg hóflega bjartsýnn á það,“ segir Logi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2.vísir/anton brinkStaða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist eitthvað trufla viðræður flokkanna fjögurra en samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins að því að flokkarnir vinni saman í ríkisstjórn með því að reyna að sætta formenn flokkanna. Ekki er vilji til þess meðal Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar að vinna með Miðflokknum en sættir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar gætu verið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Takist stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að ná saman, gæti Katrín rætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir hafa samanlagt 27 þingmenn og þyrftu aðeins fimm til viðbótar til að mynda lágmarks meirihluta. Vinstri græn myndu þá helst vilja fara í slíkt samstarf ásamt Samfylkingu. Takist stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að ná saman, gæti Katrín rætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir hafa samanlagt 27 þingmenn og þyrftu aðeins fimm til viðbótar til að mynda lágmarks meirihluta. Vinstri græn myndu þá helst vilja fara í slíkt samstarf ásamt Samfylkingu. „Við höfum í rauninni ekkert hugleitt það. Við erum að skoða þennan möguleika,“ segir Logi. Í kosningabaráttunni hafi birst mjög ólík sýn flokkanna til hægri og vinstri á framtíðina. „Í rauninni þurfa menn þá að slá verulega af á báða bóga til að það gæti orðið að veruleika.“ Ertu að segja að ríkisstjórn þyrfti þá að sameinast um fá en mikilvæg mál? „Hún þyrfti að sameinast um að búa til réttlátt samfélag og minnka misskiptingu gæða hér í landinu,“ segir Logi. En nú séu stjórnarandstöðuflokkarnir fyrrverandi hins vegar að ráða ráðum sínum en forystufólk þeirra komu saman til fundar síðdegis. Hvað heldur þú að þið getið verið lengi að komast að þeirri niðurstöðu, hvort þið getið yfirleitt náð saman? „Sautján klukkutíma.“ Það myndi duga? „Það myndi duga,“ sagði Logi Einarsson klukkan tvö í dag. „Við höfum í rauninni ekkert hugleitt það. Við erum að skoða þennan möguleika,“ segir Logi Í kosningabaráttunni hafi birst mjög ólík sýn flokkanna til hægri og vinstri á framtíðina. „Í rauninni þurfa menn þá að slá verulega af á báða bóga til að það gæti orðið að veruleika.“Ertu að segja að ríkisstjórn þyrfti þá að sameinast um fá en mikilvæg mál? „Hún þyrfti að sameinast um að búa til réttlátt samfélag og minnka misskiptingu gæða hér í landinu.“ En nú séu stjórnarandstöðuflokkarnir fyrrverandi hins vegar að ráða ráðum sínum en forystufólk þeirra koma saman síðdegis.Hvað heldur þú að þið getið verið lengi að komast að þeirri niðurstöðu hvort þið getið yfirleitt náð saman? „Sautján klukkutíma.“Það myndi duga? „Það myndi duga.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Staðan skýrist á morgun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 1. nóvember 2017 19:02 Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir í fyrramálið hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. Helsta óvissan er um afstöðu Framsóknarflokksins sem einnig virðist horfa hýru auga til Sjálfstæðisflokksins. Takist gömlu stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að koma sér saman um myndun stjórnar, með eða án fimmta flokksins, eru miklar líkur á að forseti Íslands feli Bjarna Benediktssyni fyrir helgi að mynda ríkisstjórn. Þá eru líkur á að mynduð verði stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Forystufólk Vinstri grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar hélt áfram óformlegum þreifingum um myndun ríkisstjórnar í dag. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir þó ekkert fast í hendi ennþá. „Það er nú svona meira til að athuga hvaða form á að vera á því að ræða saman. Ef við ræðum saman.“Þannig að það er verið að reyna að finna grundvöll til viðræðna?„Já, athuga hvort hann er til staðar.“Ertu bjartsýnn á að flokkarnir sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta þingi geti náð að mynda einhvern kjarna í stjórnarsamstarfi?„Já, ég er alveg hóflega bjartsýnn á það,“ segir Logi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2.vísir/anton brinkStaða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist eitthvað trufla viðræður flokkanna fjögurra en samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins að því að flokkarnir vinni saman í ríkisstjórn með því að reyna að sætta formenn flokkanna. Ekki er vilji til þess meðal Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar að vinna með Miðflokknum en sættir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar gætu verið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Takist stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að ná saman, gæti Katrín rætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir hafa samanlagt 27 þingmenn og þyrftu aðeins fimm til viðbótar til að mynda lágmarks meirihluta. Vinstri græn myndu þá helst vilja fara í slíkt samstarf ásamt Samfylkingu. Takist stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að ná saman, gæti Katrín rætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir hafa samanlagt 27 þingmenn og þyrftu aðeins fimm til viðbótar til að mynda lágmarks meirihluta. Vinstri græn myndu þá helst vilja fara í slíkt samstarf ásamt Samfylkingu. „Við höfum í rauninni ekkert hugleitt það. Við erum að skoða þennan möguleika,“ segir Logi. Í kosningabaráttunni hafi birst mjög ólík sýn flokkanna til hægri og vinstri á framtíðina. „Í rauninni þurfa menn þá að slá verulega af á báða bóga til að það gæti orðið að veruleika.“ Ertu að segja að ríkisstjórn þyrfti þá að sameinast um fá en mikilvæg mál? „Hún þyrfti að sameinast um að búa til réttlátt samfélag og minnka misskiptingu gæða hér í landinu,“ segir Logi. En nú séu stjórnarandstöðuflokkarnir fyrrverandi hins vegar að ráða ráðum sínum en forystufólk þeirra komu saman til fundar síðdegis. Hvað heldur þú að þið getið verið lengi að komast að þeirri niðurstöðu, hvort þið getið yfirleitt náð saman? „Sautján klukkutíma.“ Það myndi duga? „Það myndi duga,“ sagði Logi Einarsson klukkan tvö í dag. „Við höfum í rauninni ekkert hugleitt það. Við erum að skoða þennan möguleika,“ segir Logi Í kosningabaráttunni hafi birst mjög ólík sýn flokkanna til hægri og vinstri á framtíðina. „Í rauninni þurfa menn þá að slá verulega af á báða bóga til að það gæti orðið að veruleika.“Ertu að segja að ríkisstjórn þyrfti þá að sameinast um fá en mikilvæg mál? „Hún þyrfti að sameinast um að búa til réttlátt samfélag og minnka misskiptingu gæða hér í landinu.“ En nú séu stjórnarandstöðuflokkarnir fyrrverandi hins vegar að ráða ráðum sínum en forystufólk þeirra koma saman síðdegis.Hvað heldur þú að þið getið verið lengi að komast að þeirri niðurstöðu hvort þið getið yfirleitt náð saman? „Sautján klukkutíma.“Það myndi duga? „Það myndi duga.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Staðan skýrist á morgun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 1. nóvember 2017 19:02 Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Katrín: Staðan skýrist á morgun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 1. nóvember 2017 19:02
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07