22,6% aukning í bílasölu í október Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 09:35 Toyota Yaris er söluhæsta einstaka bílgerð ársins á fyrstu 10 mánuðunum, en alls hafa 721 slíkir selst. Nýskráðir fólksbílar í október sl. voru 1.114 stk á móti 909 stk. á fyrra ári eða 22.6% aukning. Ef allt árið er tekið til og með 31. október sl. er aukning í nýskráðum fólksbílum 15,1% en skráðir hafa verið 19.375 fólksbílar sem er aukning um 2.541 bíl frá fyrra ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 40,2% af heildinni á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Söluhæsti bíllinn það sem af er ári er Toyota Yaris en alls hafa verið nýskráð 721 stk af þeirri gerð. Í öðru sæti kemur Toyota RAV4 með 631 stk. og í því þriðja Kia Rio með 574 stk. Ljóst er að bílasala mun slá fyrri met á þessu ári og fara vel yfir 20.000 nýskráða fólksbíla. Hver endanlega niðurstaða verður fer mikið eftir því hvað bílaleigur munu gera fyrir áramót en fyrirhugaðar eru breytingar á vörugjöldum bílaleigubíla sem mun hafa einhver áhrif á þann fjölda sem verður skráður á þessu ári segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Nýskráðir fólksbílar í október sl. voru 1.114 stk á móti 909 stk. á fyrra ári eða 22.6% aukning. Ef allt árið er tekið til og með 31. október sl. er aukning í nýskráðum fólksbílum 15,1% en skráðir hafa verið 19.375 fólksbílar sem er aukning um 2.541 bíl frá fyrra ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 40,2% af heildinni á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Söluhæsti bíllinn það sem af er ári er Toyota Yaris en alls hafa verið nýskráð 721 stk af þeirri gerð. Í öðru sæti kemur Toyota RAV4 með 631 stk. og í því þriðja Kia Rio með 574 stk. Ljóst er að bílasala mun slá fyrri met á þessu ári og fara vel yfir 20.000 nýskráða fólksbíla. Hver endanlega niðurstaða verður fer mikið eftir því hvað bílaleigur munu gera fyrir áramót en fyrirhugaðar eru breytingar á vörugjöldum bílaleigubíla sem mun hafa einhver áhrif á þann fjölda sem verður skráður á þessu ári segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent