Mettap hjá Tesla og 3 mánaða seinkun Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 11:45 Tesla Model 3. Tesla greindi frá afkomu þriðja ársfjórðungs í gær sem markar mesta tap félagsins á einum ársfjórðungi. Tapið nam ríflega 64 milljörðum króna og lækkaði verð hlutabréfa í Tesla um 5% við fréttirnar. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi Tesla greindi einnig frá því að ekki hefði tekist að auka framleiðslumagn á nýjasta bíl fyrirtækisins, Tesla Model 3 og að fullum afköstum yrði ekki náð fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eða þremur mánuðum seinna en fyrr var áætlað. Þær fréttir gleðja vart þá 500.000 einstaklinga sem lagt hafa inn pöntun á Model 3 bílnum og hafa greitt inná bíla sína. Musk greindi frá því að Tesla stefndi enn af að ná heildarframleiðslu uppá 500.000 bíla á árinu 2018 sem væri þá sexföldun framleiðslunnar í fyrra. Tesla framleiddi aðeins 260 Model 3 bíla á þriðja ársfjórðungi ársins, en fyrri áætlanir sögðu til um 1.500 bíla framleiðslu. Tesla afgreiddi 26.150 bíla á þriðja ársfjórðungi, sem er aðeins 4,5% vöxtur frá fyrra ári. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Tesla greindi frá afkomu þriðja ársfjórðungs í gær sem markar mesta tap félagsins á einum ársfjórðungi. Tapið nam ríflega 64 milljörðum króna og lækkaði verð hlutabréfa í Tesla um 5% við fréttirnar. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi Tesla greindi einnig frá því að ekki hefði tekist að auka framleiðslumagn á nýjasta bíl fyrirtækisins, Tesla Model 3 og að fullum afköstum yrði ekki náð fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eða þremur mánuðum seinna en fyrr var áætlað. Þær fréttir gleðja vart þá 500.000 einstaklinga sem lagt hafa inn pöntun á Model 3 bílnum og hafa greitt inná bíla sína. Musk greindi frá því að Tesla stefndi enn af að ná heildarframleiðslu uppá 500.000 bíla á árinu 2018 sem væri þá sexföldun framleiðslunnar í fyrra. Tesla framleiddi aðeins 260 Model 3 bíla á þriðja ársfjórðungi ársins, en fyrri áætlanir sögðu til um 1.500 bíla framleiðslu. Tesla afgreiddi 26.150 bíla á þriðja ársfjórðungi, sem er aðeins 4,5% vöxtur frá fyrra ári.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent