Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Hulda Hólmkelsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. nóvember 2017 13:07 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Katrín mun óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands. Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hún muni ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hún hefur rætt við forsetann. Flokkarnir fjórir fengu samanlagt 32 þingmenn í kosningum til Alþingis og myndu því hafa minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, þann hinn sama og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði. Þetta er minnsti mögulegi meirihluti á þingmenn. Katrín hefur þó sagt að fyrst verði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna áður en rætt verður að bæta fimmta flokknum inn í viðræður.Segist hafa ýmsa möguleika Katrín Jakobsdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að niðurstaða úr viðræðum flokkanna fjögurra myndi liggja fyrir í dag. Talið er líklegt að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn fyrrnefndra flokka. Gangi viðræður þessara flokka ekki eftir segist Katrín hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það mun mjög líklega kalla á að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð. Kosningar 2017 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Katrín mun óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands. Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hún muni ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hún hefur rætt við forsetann. Flokkarnir fjórir fengu samanlagt 32 þingmenn í kosningum til Alþingis og myndu því hafa minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, þann hinn sama og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði. Þetta er minnsti mögulegi meirihluti á þingmenn. Katrín hefur þó sagt að fyrst verði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna áður en rætt verður að bæta fimmta flokknum inn í viðræður.Segist hafa ýmsa möguleika Katrín Jakobsdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að niðurstaða úr viðræðum flokkanna fjögurra myndi liggja fyrir í dag. Talið er líklegt að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn fyrrnefndra flokka. Gangi viðræður þessara flokka ekki eftir segist Katrín hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það mun mjög líklega kalla á að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.
Kosningar 2017 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira