Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 09:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2. vísir/anton brink Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina. Kosningar 2017 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina.
Kosningar 2017 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira