Nissan sér rafmagnaða framtíð Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 09:00 Nissan Leaf af árgerð 2018. Í síðasta mánuði bauðst blaðamönnum að líta nýjan Nissan Leaf augum í Osló, en hvar annarsstaðar væri meira viðeigandi að sýna þennan vinsæla rafmagnsbíl. Norðmenn eru svo ginkeyptir fyrir rafmagnsbílum að það sem liðið er þessu ári hefur fjórði hver nýr bíll sem þar er keyptur verið hreinræktaður rafmagnsbíll. Noregur hefur fyrir löngu tekið forystuna í heiminum á þessu sniði, en það jákvæða er að Ísland er í öðru sæti þegar kemur að hlutfallslegum kaupum á rafmagnsbílum. Það gladdi vafalaust margan bílablaðamanninn að sjá að ný kynslóð Nissan Leaf bílsins ber ekkert endilega með sér að þar fari rafmagnsbíll, hann er orðinn eins og hver annar fallegur bíll og það stendur ekki “stórum stöfum” á honum að þar fari bíll knúinn rafmagni. Nýr Nissan Leaf er býsna laglegur bíll og það á bæði við ytra og innra útlit hans. Farangursrými hans hefur líka aukist úr 370 l. í 435 l.Mikið fé í þróun rafmagnsbílaRenault-Nissan hefur á undanförnum árum lagt mikið í þróun rafmagnsbíla og hefur til þess fjárfest fyrir um 550 milljörðum króna. Það er ekki lítið fé og því ekki nema von að það komi eitthvað einkar gott útúr því. Einn árangur þess er sá að Nissan Leaf er vinsælasti rafmagnsbíll heims og hefur nú þegar selst í 295.000 eintökum um allan heim. Það er þó ekki bara Nissan Leaf sem selst vel meðal rafmagnsbíla Renault-Nissan því Renault Zoe er söluhæsti rafmagnsbíll í Evrópu, auk þess sem sala rafmagnsdrifinna sendibíla Renault-Nissan hefur vaxið mjög hröðum skrefum og hraðar en í tilviki fólksbílanna. Þrátt fyrir allt umtalið um rafmagnsbílaframleiðandann Tesla þá er Renault-Nissan miklu stærri rafmagnsbílaframleiðandi þó svo umtalið um bíla þeirra rati kannski ekki eins oft á fréttasíðurnar.Stærsti rafmagnsbílaframleiðandi heimsRenault-Nissan er einfaldlega stærsti framleiðandi rafmagnsbíla í heiminum og framleiðir um fjórðung allra þeirra rafmagnsbíla sem seljast í heiminum nú. Nissan spáir því að um 30% nýrra bíla sem seljist árið 2027, eftir aðeins 10 ár, verði rafmagnsbílar. Það er því ekki nema von að stór hluti þróunarfjár Renault-Nissan fari í rafmagnsbíla. Frá því Renault-Nissan hóf að selja rafmagnsbíla hefur tilkoma þeirra sparað alls um 600 milljón tonn af CO2 mengun. Því magni hefði verið spúð útí loftið ef bílar með brunavél hefðu verið keyptir í þeirra stað.Með 379 km drægni og bráðum 500 km Ný kynslóð Nissan Leaf lofar góðu og það ekki bara fyrir nýtt og glæsilegt útlitið. Fyrir það fyrsta er hann með 379 km drægi, þökk sé 40 kWh rafhlöðu, en síðasta gerð Leaf var með 30 kWh rafhlöðu. Með nýrri 22kW hleðslustöð frá Renault-Nissan má hlaða bílinn að fullu á aðeins 2 klukkustundum heima hjá sér, en Nissan hefur fundið út að yfir 80% eigenda Nissan Leaf hlaða bílinn eingöngu heima hjá sér. Með 7 kW hleðslustöð frá Renault-Nissan má fullhlaða bílinn á 5,5 klukkustundum. Rafmótorar Nissan Leaf eru nú 150 hestöfl og togið 320 Nm, en þetta afl dugar til að hraða bílnum í hundraðið á rétt innan við 10 sekúndum. Þrátt fyrir stóraukna drægni nýs Leaf ætlar Nissan að bjóða enn stærri rafhlöður í bílinn eftir eitt til eitt og hálft ár og þá á hann að komast um 500 km á fullri hleðslu. Með því er Leaf orðinn enginn eftirbátur Tesla bíla hvað drægni varðar, þrátt fyrir að vera miklu ódýrari. Nýjum Nissan Leaf hefur verið afar vel tekið og sem dæmi um það þá voru 1.600 slíkir seldir í Noregi á fyrstu 3 vikunum eftir að opnað var fyrir pantanir á bílnum. Miklu öflugri Nissan Leaf Nismo verður svo kynntur á Bílasýningunni í Tokýó í þessum mánuði og bíða margir mjög spenntir eftir þeim grip. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent
Í síðasta mánuði bauðst blaðamönnum að líta nýjan Nissan Leaf augum í Osló, en hvar annarsstaðar væri meira viðeigandi að sýna þennan vinsæla rafmagnsbíl. Norðmenn eru svo ginkeyptir fyrir rafmagnsbílum að það sem liðið er þessu ári hefur fjórði hver nýr bíll sem þar er keyptur verið hreinræktaður rafmagnsbíll. Noregur hefur fyrir löngu tekið forystuna í heiminum á þessu sniði, en það jákvæða er að Ísland er í öðru sæti þegar kemur að hlutfallslegum kaupum á rafmagnsbílum. Það gladdi vafalaust margan bílablaðamanninn að sjá að ný kynslóð Nissan Leaf bílsins ber ekkert endilega með sér að þar fari rafmagnsbíll, hann er orðinn eins og hver annar fallegur bíll og það stendur ekki “stórum stöfum” á honum að þar fari bíll knúinn rafmagni. Nýr Nissan Leaf er býsna laglegur bíll og það á bæði við ytra og innra útlit hans. Farangursrými hans hefur líka aukist úr 370 l. í 435 l.Mikið fé í þróun rafmagnsbílaRenault-Nissan hefur á undanförnum árum lagt mikið í þróun rafmagnsbíla og hefur til þess fjárfest fyrir um 550 milljörðum króna. Það er ekki lítið fé og því ekki nema von að það komi eitthvað einkar gott útúr því. Einn árangur þess er sá að Nissan Leaf er vinsælasti rafmagnsbíll heims og hefur nú þegar selst í 295.000 eintökum um allan heim. Það er þó ekki bara Nissan Leaf sem selst vel meðal rafmagnsbíla Renault-Nissan því Renault Zoe er söluhæsti rafmagnsbíll í Evrópu, auk þess sem sala rafmagnsdrifinna sendibíla Renault-Nissan hefur vaxið mjög hröðum skrefum og hraðar en í tilviki fólksbílanna. Þrátt fyrir allt umtalið um rafmagnsbílaframleiðandann Tesla þá er Renault-Nissan miklu stærri rafmagnsbílaframleiðandi þó svo umtalið um bíla þeirra rati kannski ekki eins oft á fréttasíðurnar.Stærsti rafmagnsbílaframleiðandi heimsRenault-Nissan er einfaldlega stærsti framleiðandi rafmagnsbíla í heiminum og framleiðir um fjórðung allra þeirra rafmagnsbíla sem seljast í heiminum nú. Nissan spáir því að um 30% nýrra bíla sem seljist árið 2027, eftir aðeins 10 ár, verði rafmagnsbílar. Það er því ekki nema von að stór hluti þróunarfjár Renault-Nissan fari í rafmagnsbíla. Frá því Renault-Nissan hóf að selja rafmagnsbíla hefur tilkoma þeirra sparað alls um 600 milljón tonn af CO2 mengun. Því magni hefði verið spúð útí loftið ef bílar með brunavél hefðu verið keyptir í þeirra stað.Með 379 km drægni og bráðum 500 km Ný kynslóð Nissan Leaf lofar góðu og það ekki bara fyrir nýtt og glæsilegt útlitið. Fyrir það fyrsta er hann með 379 km drægi, þökk sé 40 kWh rafhlöðu, en síðasta gerð Leaf var með 30 kWh rafhlöðu. Með nýrri 22kW hleðslustöð frá Renault-Nissan má hlaða bílinn að fullu á aðeins 2 klukkustundum heima hjá sér, en Nissan hefur fundið út að yfir 80% eigenda Nissan Leaf hlaða bílinn eingöngu heima hjá sér. Með 7 kW hleðslustöð frá Renault-Nissan má fullhlaða bílinn á 5,5 klukkustundum. Rafmótorar Nissan Leaf eru nú 150 hestöfl og togið 320 Nm, en þetta afl dugar til að hraða bílnum í hundraðið á rétt innan við 10 sekúndum. Þrátt fyrir stóraukna drægni nýs Leaf ætlar Nissan að bjóða enn stærri rafhlöður í bílinn eftir eitt til eitt og hálft ár og þá á hann að komast um 500 km á fullri hleðslu. Með því er Leaf orðinn enginn eftirbátur Tesla bíla hvað drægni varðar, þrátt fyrir að vera miklu ódýrari. Nýjum Nissan Leaf hefur verið afar vel tekið og sem dæmi um það þá voru 1.600 slíkir seldir í Noregi á fyrstu 3 vikunum eftir að opnað var fyrir pantanir á bílnum. Miklu öflugri Nissan Leaf Nismo verður svo kynntur á Bílasýningunni í Tokýó í þessum mánuði og bíða margir mjög spenntir eftir þeim grip.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent