Polestar 1 frá Volvo verður 600 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 13:15 Polestar 1. Sportbíladeild Volvo er orðin sjálfstæð og ber nafnið Polestar. Fyrsti bíllinn sem Polestar mun kynna eftir sjálfstæðið ber hið einfalda nafn Polestar 1 og byggir hann á útliti tilraunabílsins Volvo Concept Coupe sem Volvo sýndi strax á árinu 2013. Þessi bíll verður smíðaður í Kína í glænýrri verksmiðju í Chengdu og verður bíllinn kynntur til sögunnar um mitt ár 2019. Polestar 1 verður 600 hestafla kraftaköggull, með 1.000 Nm tog og því mun öflugri en nokkur Volvo bíll sem í boði er í dag. Hann verður með öflugum rafmagnsmótorum auk brunavélar og því tengiltvinnbíll. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og S90 bíll Volvo. Polestar ætlar svo að kynna annan bíl merkisins nýja seinna árið 2019 og verður þar um að ræða fyrsta hreinræktaða bíl Volvo, eða Polestar í þessu tilfelli. Hann fær nafnið Polestar 2, ekkert verið að flækja það. Milli áranna 2019 og 2021 ætlar Volvo að kynna 5 nýja rafmagnsbíla, annaðhvort með nafninu Polestar eða Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo og Polestar ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 80 milljarða í þróun nýrra bíla Polestar á næstu árum. Volvo er þegar búið að opna fyrir pantanir á hinum nýja Polestar 1 bíl, en engum sögum fer enn af viðtökum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent
Sportbíladeild Volvo er orðin sjálfstæð og ber nafnið Polestar. Fyrsti bíllinn sem Polestar mun kynna eftir sjálfstæðið ber hið einfalda nafn Polestar 1 og byggir hann á útliti tilraunabílsins Volvo Concept Coupe sem Volvo sýndi strax á árinu 2013. Þessi bíll verður smíðaður í Kína í glænýrri verksmiðju í Chengdu og verður bíllinn kynntur til sögunnar um mitt ár 2019. Polestar 1 verður 600 hestafla kraftaköggull, með 1.000 Nm tog og því mun öflugri en nokkur Volvo bíll sem í boði er í dag. Hann verður með öflugum rafmagnsmótorum auk brunavélar og því tengiltvinnbíll. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og S90 bíll Volvo. Polestar ætlar svo að kynna annan bíl merkisins nýja seinna árið 2019 og verður þar um að ræða fyrsta hreinræktaða bíl Volvo, eða Polestar í þessu tilfelli. Hann fær nafnið Polestar 2, ekkert verið að flækja það. Milli áranna 2019 og 2021 ætlar Volvo að kynna 5 nýja rafmagnsbíla, annaðhvort með nafninu Polestar eða Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo og Polestar ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 80 milljarða í þróun nýrra bíla Polestar á næstu árum. Volvo er þegar búið að opna fyrir pantanir á hinum nýja Polestar 1 bíl, en engum sögum fer enn af viðtökum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent