Stormsveipur í flokk minni jepplinga Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 16:30 Volkswagen T-Roc er með allra fallegustu jepplingum sem komið hafa á markað. Reynsluakstur – Volkswagen T-RocÞeir streyma hreinlega af færiböndunum litlu og sætu jepplingarnir og vart má finna bílaframleiðanda sem ekki er búinn að tefla fram sínum bíl í þessum flokki. Nú er Volkswagen komið fram með sitt útspil, T-Roc og það sperra allir upp eyrun þegar þessi bílarisi kemur fram með nýjan bíl. Sjaldnast misheppnast þýska framleiðandanum framleiðslan, markaðssetningin eða salan á sínum bílum. Volkswagen T-Roc fellur í B-stærðarflokk og er talsvert minni en Tiguan jepplingurinn sem Volkswagen hefur haft í boði frá árinu 2007. Það er alveg ljóst að T-Roc á eftir að mokseljast, ekki bara í ljósi þess að hann fellur í þann flokk bíla sem seljast hvað best í heiminum öllum um þessar mundir, heldur einnig vegna þess hve laglegur hann er og góður akstursbíll. Að auki mun hann bjóðast í fjöldamörgum útfærslum og með mikið úrval véla, eitthvað sem Volkswagen er þekkt fyrir. Það mun heldur vart minnka eftirspurnina að í sinni ódýrustu útfærslu mun hann kosta aðeins 3.290.000 kr.Með þeim allra laglegustuVolkswagen er ekki þekkt fyrir yfirdrifna djörfung við hönnun nýrra bíla sinna og það á enn eina ferðina við T-Roc. Það sem T-Roc á þó einnig sameiginlegt með öðrum VW bílum er að hann fagurlega hannaður og gæti með árunum talist tímalaus klassísk. Línur hans eru þó heldur skarpari en á öðrum úr VW-fjölskyldunni og virðist sem að það sé viðkvæðið hjá flestum bílaframleiðendum í dag, þ.e. aðeins hvassari línur og meiri karakter. T-Roc gengur langt frá því eins langt og Toyota gerði við hönnun annars vel heppnaðs C-HR jepplings síns, sem er afar djarflega teiknaður og að svipaðri stærð og T-Roc. T-Roc er einfaldlega fallegur frá öllum hliðum, en þó skal rétt að viðra þá skoðun að afturendinn er hvað best heppnaður og erfitt að telja upp betri slíka. Volkswagen fer sömu leið og margur annar bílaframleiðandinn nú að bjóða T-Roc með öðrum lit á þaki og með fjölbreyttu litaúrvalinu má með því búa til ári margar útfærslur á þessum fallega bíl. Sem dæmi, þá er bíllinn í bláum lit með hvítt þak alveg hrikalega flottur og ekki skemma mjög laglega álfelgurnar sem fylgja með. Margar aðrar útfærslur eru gullfallegar og hver og einn á að geta fundið sína draumasamsetningu.Mikið vélarúrval og kraftaköggullSem fyrr segir klikkar Volkswagen ekki á vélarúrvalinu og býður T-Roc með 6 vélargerðum, 3 bensínvélum og 3 dísilvélum. Þarna gerir Volkswagen mun betur en margur annar bílaframleiðandinn þar sem oft skortir á meira úrval og að minnsta kosti eina öfluga gerð. T-Roc má nefnilega fá með 190 hestafla bensínvél og er sá bíll ekki nema 7,2 sekúndur í hundraðið. Vélarnar eru frá 115 til 190 hestafla og sú aflminnsta er ekki nema 1,0 lítra og þriggja strokka vél. Staðreyndin er bara sú að flestar af þeim þriggja strokka vélum sem bjóðast í smærri bílum nú eru ári skemmtilegar, hljóma vel og duga þeim flestum. Það mun vafalaust einnig eiga við í tilfelli T-Roc en nú við kynningu T-Roc, sem fram fór í nágrenni Lissabon í Portúgal, var sá bíll ekki til reynslu þar sem framleiðsla hans er ekki hafin. Þar voru hinsvegar 150 hestafla dísilútgáfa hans og 190 hestafla bensínbíll. Svo athyglivert er að bæði dísilvélarnar þrjár og bensínvélarnar þrjár eru 115, 150 og 190 hestöfl og allar forþjöppudrifnar. Með minnstu bensín- og dísilvélunum er T-Roc aðeins með framhjóladrifi, með öflugustu vélunum eingöngu með fjórhjóladrifi en með 150 hestafla vélunum fæst hann bæði með fjór- og framhjóladrifi. Fá má bæði 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra DSG-sjálfskiptingu.Frábær akstursbíllMeð T-Roc er kominn fram einn albesti jepplingur sem framleiddur er. Það er hreinlega brjálæðislega skemmtilegt að aka bílnum og hann liggur eins vel og hægt er að gera kröfu um varðandi jepplinga. Hann er ekki mikill eftirbátur í akstri við Golf fólksbílinn þó háfættari sé. Er þar ekki leiðum að líkjast. Alveg sama var hvort bílnum var ekið í þröngum bæjum, hraðari þjóðvegum eða á fáförnum þröngum sveitavegum, allsstaðar stóð T-Roc sig frábærlega og skaðar það ekki fyrir þá sem aka munu bílnum á þýskum Autabahn að hann er líka fær um gríðarmikinn hraða og hagaði sér líkt og góður sportbíll við þær aðstæður. Með 190 hestafla bensínvélinni minnti bíllinn á Golf GTI, slíkt er aflið. Að innan er T-Roc afar smekklegur og sver sig mjög í ætt annarra Volkswagen bíla, með fremur einfalda en greinilega vel smíðaða innréttingu þar sem allt er innan handar, skiljanlegt og auðlært. Ytri litur bílsins er færður inn í innréttinguna og verður hann mjög frísklegur fyrir vikið, en sumum gæti þótt það unggæðingslegt, en alls ekki greinarritara. Skott bílsins er vel rúmt, eða 445 lítrar og 1.290 l. með aftursætin niðri. Hekla mun kynna T-Roc til sögunnar í þessum mánuði svo biðin eftir bílnum er ekki löng. Verðið er frá 3.290.000 og upp yfir 5 milljónir í öflugustu og best búnu gerð hans.Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, margir vélarkostir, verðÓkostir: Verð í dýrustu útfærslum 2,0 lítra bensínvél, 190 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 155 g/km CO2 Hröðun: 7,2 sek. Hámarkshraði: 216 km/klst Verð frá: 3.290.000 kr. Umboð: HeklaT-Roc í fögru íslensku umhverfi.T-Roc kemur í mörgum skemmtilegum litasamsetningum.Frísklegur að innan og ytri liturinn dreginn inn í innra rýmið.Flutningrýmið er 1.290 lítra með aftursætin niðri en 445 lítrar með þau uppi. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent
Reynsluakstur – Volkswagen T-RocÞeir streyma hreinlega af færiböndunum litlu og sætu jepplingarnir og vart má finna bílaframleiðanda sem ekki er búinn að tefla fram sínum bíl í þessum flokki. Nú er Volkswagen komið fram með sitt útspil, T-Roc og það sperra allir upp eyrun þegar þessi bílarisi kemur fram með nýjan bíl. Sjaldnast misheppnast þýska framleiðandanum framleiðslan, markaðssetningin eða salan á sínum bílum. Volkswagen T-Roc fellur í B-stærðarflokk og er talsvert minni en Tiguan jepplingurinn sem Volkswagen hefur haft í boði frá árinu 2007. Það er alveg ljóst að T-Roc á eftir að mokseljast, ekki bara í ljósi þess að hann fellur í þann flokk bíla sem seljast hvað best í heiminum öllum um þessar mundir, heldur einnig vegna þess hve laglegur hann er og góður akstursbíll. Að auki mun hann bjóðast í fjöldamörgum útfærslum og með mikið úrval véla, eitthvað sem Volkswagen er þekkt fyrir. Það mun heldur vart minnka eftirspurnina að í sinni ódýrustu útfærslu mun hann kosta aðeins 3.290.000 kr.Með þeim allra laglegustuVolkswagen er ekki þekkt fyrir yfirdrifna djörfung við hönnun nýrra bíla sinna og það á enn eina ferðina við T-Roc. Það sem T-Roc á þó einnig sameiginlegt með öðrum VW bílum er að hann fagurlega hannaður og gæti með árunum talist tímalaus klassísk. Línur hans eru þó heldur skarpari en á öðrum úr VW-fjölskyldunni og virðist sem að það sé viðkvæðið hjá flestum bílaframleiðendum í dag, þ.e. aðeins hvassari línur og meiri karakter. T-Roc gengur langt frá því eins langt og Toyota gerði við hönnun annars vel heppnaðs C-HR jepplings síns, sem er afar djarflega teiknaður og að svipaðri stærð og T-Roc. T-Roc er einfaldlega fallegur frá öllum hliðum, en þó skal rétt að viðra þá skoðun að afturendinn er hvað best heppnaður og erfitt að telja upp betri slíka. Volkswagen fer sömu leið og margur annar bílaframleiðandinn nú að bjóða T-Roc með öðrum lit á þaki og með fjölbreyttu litaúrvalinu má með því búa til ári margar útfærslur á þessum fallega bíl. Sem dæmi, þá er bíllinn í bláum lit með hvítt þak alveg hrikalega flottur og ekki skemma mjög laglega álfelgurnar sem fylgja með. Margar aðrar útfærslur eru gullfallegar og hver og einn á að geta fundið sína draumasamsetningu.Mikið vélarúrval og kraftaköggullSem fyrr segir klikkar Volkswagen ekki á vélarúrvalinu og býður T-Roc með 6 vélargerðum, 3 bensínvélum og 3 dísilvélum. Þarna gerir Volkswagen mun betur en margur annar bílaframleiðandinn þar sem oft skortir á meira úrval og að minnsta kosti eina öfluga gerð. T-Roc má nefnilega fá með 190 hestafla bensínvél og er sá bíll ekki nema 7,2 sekúndur í hundraðið. Vélarnar eru frá 115 til 190 hestafla og sú aflminnsta er ekki nema 1,0 lítra og þriggja strokka vél. Staðreyndin er bara sú að flestar af þeim þriggja strokka vélum sem bjóðast í smærri bílum nú eru ári skemmtilegar, hljóma vel og duga þeim flestum. Það mun vafalaust einnig eiga við í tilfelli T-Roc en nú við kynningu T-Roc, sem fram fór í nágrenni Lissabon í Portúgal, var sá bíll ekki til reynslu þar sem framleiðsla hans er ekki hafin. Þar voru hinsvegar 150 hestafla dísilútgáfa hans og 190 hestafla bensínbíll. Svo athyglivert er að bæði dísilvélarnar þrjár og bensínvélarnar þrjár eru 115, 150 og 190 hestöfl og allar forþjöppudrifnar. Með minnstu bensín- og dísilvélunum er T-Roc aðeins með framhjóladrifi, með öflugustu vélunum eingöngu með fjórhjóladrifi en með 150 hestafla vélunum fæst hann bæði með fjór- og framhjóladrifi. Fá má bæði 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra DSG-sjálfskiptingu.Frábær akstursbíllMeð T-Roc er kominn fram einn albesti jepplingur sem framleiddur er. Það er hreinlega brjálæðislega skemmtilegt að aka bílnum og hann liggur eins vel og hægt er að gera kröfu um varðandi jepplinga. Hann er ekki mikill eftirbátur í akstri við Golf fólksbílinn þó háfættari sé. Er þar ekki leiðum að líkjast. Alveg sama var hvort bílnum var ekið í þröngum bæjum, hraðari þjóðvegum eða á fáförnum þröngum sveitavegum, allsstaðar stóð T-Roc sig frábærlega og skaðar það ekki fyrir þá sem aka munu bílnum á þýskum Autabahn að hann er líka fær um gríðarmikinn hraða og hagaði sér líkt og góður sportbíll við þær aðstæður. Með 190 hestafla bensínvélinni minnti bíllinn á Golf GTI, slíkt er aflið. Að innan er T-Roc afar smekklegur og sver sig mjög í ætt annarra Volkswagen bíla, með fremur einfalda en greinilega vel smíðaða innréttingu þar sem allt er innan handar, skiljanlegt og auðlært. Ytri litur bílsins er færður inn í innréttinguna og verður hann mjög frísklegur fyrir vikið, en sumum gæti þótt það unggæðingslegt, en alls ekki greinarritara. Skott bílsins er vel rúmt, eða 445 lítrar og 1.290 l. með aftursætin niðri. Hekla mun kynna T-Roc til sögunnar í þessum mánuði svo biðin eftir bílnum er ekki löng. Verðið er frá 3.290.000 og upp yfir 5 milljónir í öflugustu og best búnu gerð hans.Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, margir vélarkostir, verðÓkostir: Verð í dýrustu útfærslum 2,0 lítra bensínvél, 190 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 155 g/km CO2 Hröðun: 7,2 sek. Hámarkshraði: 216 km/klst Verð frá: 3.290.000 kr. Umboð: HeklaT-Roc í fögru íslensku umhverfi.T-Roc kemur í mörgum skemmtilegum litasamsetningum.Frísklegur að innan og ytri liturinn dreginn inn í innra rýmið.Flutningrýmið er 1.290 lítra með aftursætin niðri en 445 lítrar með þau uppi.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent