Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2017 14:27 Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Formaður Ólafsdalsfélagsins kveðst sannfærður um að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir stofnuðu í Ólafsdal árið 1880 og ráku til ársins 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita. Gamla skólahúsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf.Skólahúsið sem enn stendur í Ólafsdal var reist árið 1896.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það var ekki eina húsið því Ólafsdalur var líkari litlu þorpi, sem nú stendur til að endurreisa. Á veggjum í skólahúsinu sýna gamlar ljósmyndir hvernig staðurinn var fyrir rúmri öld og utanhúss má enn sjá útveggi af fjósi, mjólkurhúsi og fleiri byggingum. Þarna voru einnig smiðja, tóvinnuhús, fyrsta skólahúsið og hjallur ásamt fleiri útihúsum. „Þegar allt er talið þá voru svona 13-14 byggingar í Ólafsdal,” segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Þrjúhundruð manna áhugahópur um verndun menningarminjanna stendur að Ólafsdalsfélaginu en það hefur nú samið við Minjavernd um verkefnið. „Minjavernd mun núna byggja upp öll húsin sem hér eru á næstu 3-4 árum. Og þeir hyggjast leggja í þetta allt að hálfan milljarð, gæti ég trúað, að byggja upp Ólafsdalinn.”Ólafsdalur er við Gilsfjörð, sem gengur inn úr norðanverðum Breiðafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Rögnvaldur segir verkefnið afar spennandi enda verði þetta með stærri fjárfestingum í Dölum. Hér verði lifandi safn og gististaður, sem hafa muni jákvæð áhrif á sveitirnar í kring. „Þegar þetta verður allt risið mun þetta skaffa töluvert mörg störf. Ég gæti vel trúað að þetta yrðu tíu til fimmtán störf. Þannig að þetta mun hafa töluverð áhrif. Og ég er sannfærður um það, þegar þetta verður allt gengið í gegn, að þá mun Ólafsdalur verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð,” segir formaður Ólafsdalsfélagsins. Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld verður farið um söguslóðir Dalasýslu í fylgd Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra, sem sér tækifæri til að treysta byggðina með því að búa til „gullna söguhringinn”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Formaður Ólafsdalsfélagsins kveðst sannfærður um að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir stofnuðu í Ólafsdal árið 1880 og ráku til ársins 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita. Gamla skólahúsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf.Skólahúsið sem enn stendur í Ólafsdal var reist árið 1896.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það var ekki eina húsið því Ólafsdalur var líkari litlu þorpi, sem nú stendur til að endurreisa. Á veggjum í skólahúsinu sýna gamlar ljósmyndir hvernig staðurinn var fyrir rúmri öld og utanhúss má enn sjá útveggi af fjósi, mjólkurhúsi og fleiri byggingum. Þarna voru einnig smiðja, tóvinnuhús, fyrsta skólahúsið og hjallur ásamt fleiri útihúsum. „Þegar allt er talið þá voru svona 13-14 byggingar í Ólafsdal,” segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Þrjúhundruð manna áhugahópur um verndun menningarminjanna stendur að Ólafsdalsfélaginu en það hefur nú samið við Minjavernd um verkefnið. „Minjavernd mun núna byggja upp öll húsin sem hér eru á næstu 3-4 árum. Og þeir hyggjast leggja í þetta allt að hálfan milljarð, gæti ég trúað, að byggja upp Ólafsdalinn.”Ólafsdalur er við Gilsfjörð, sem gengur inn úr norðanverðum Breiðafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Rögnvaldur segir verkefnið afar spennandi enda verði þetta með stærri fjárfestingum í Dölum. Hér verði lifandi safn og gististaður, sem hafa muni jákvæð áhrif á sveitirnar í kring. „Þegar þetta verður allt risið mun þetta skaffa töluvert mörg störf. Ég gæti vel trúað að þetta yrðu tíu til fimmtán störf. Þannig að þetta mun hafa töluverð áhrif. Og ég er sannfærður um það, þegar þetta verður allt gengið í gegn, að þá mun Ólafsdalur verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð,” segir formaður Ólafsdalsfélagsins. Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld verður farið um söguslóðir Dalasýslu í fylgd Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra, sem sér tækifæri til að treysta byggðina með því að búa til „gullna söguhringinn”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45