„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 17:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vísir/Ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30
Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda