Neyðarkallinn rokselst en tekjurnar fást ekki uppgefnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2017 15:15 Neyðarkallinn í ár ásamt forverum hans. Landsbjörg Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega. Veður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega.
Veður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira