Margvísleg áhrif óveðursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2017 08:22 Aðgerðastjórn var virkjuð á höfuðborgarsvæðinu í gær. VÍSIR/VILHELM Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum. Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum.
Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30