Innlent

Bílar á Suðurnesjum skemmdust í rokinu

Atli Ísleifsson skrifar
Í gærkvöld var meðal annars tilkynnt um bifreið á Ásbrú sem skilin hafði verið eftir án þess að vera í gír eða handbremsu og var hún byrjuð að fjúka af stað .
Í gærkvöld var meðal annars tilkynnt um bifreið á Ásbrú sem skilin hafði verið eftir án þess að vera í gír eða handbremsu og var hún byrjuð að fjúka af stað . Vísir
Bílar á Suðurnesjum skemmdust þegar lausamunir fuku á þá í rokinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að bæði lögregla og björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi haft í í nógu að snúast í óveðrinu.

„Í morgun var lögreglu tilkynnt um talsvert tjón á þremur bifreiðum á Ásbrú sem virtist tilkomið þannig að lausamunir hefðu fokið á þær. Í nótt var tilkynnt um að farangursvagnar hefðu fokið á bifreið á Keflavíkurflugvelli.

Í gærkvöld var meðal annars tilkynnt um bifreið á Ásbrú sem skilin hafði verið eftir án þess að vera í gír eða handbremsu og var hún byrjuð að fjúka af stað þegar gripið var í taumana.

Þá bárust margar tilkynningar um þakplötur sem voru farnar af stað í storminum og aðra lausamuni sem þurfti að koma böndum á svo þeir yllu ekki tjóni,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×