Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 17:36 Katrín ræddi við fjölmiðla eftir fundinn með forsetanum. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52
Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45