Öryggismál hafna verða tekin til endurskoðunar í kjölfar banaslyss á Árskógssandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 18:00 Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. ja.is „Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“ Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
„Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“
Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10
Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42
Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08