Trump jós Xi Jinping lofi Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, jós Xi Jinping, forseta Kína, lofi í nótt. Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. Í nótt gagnrýndi hann Kína og sagði viðskiptasamband ríkjanna vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar ekki geta kennt Kína um það. „Hver getur kennt ríki um að nota sér annað ríki í þágu eigin þegna? Kína á hrós skilið,“ sagði Trump á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Kína og Xi. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um viðskiptahallan og sakaði hann Kína meðal annars um að „nauðga“ efnahagi Bandaríkjanna og að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi.Í stað þess að kenna Kína um viðskiptahallann og þjófnað hugverka, vara og höfundaréttarvarins efnis, kenndi hann fyrrverandi stjórnendum Bandaríkjanna um. Trump sagði að hann og Xi myndu laga þetta og gera samband ríkjanna sanngjarnt. „Við gerum þetta sanngjarnt og það verður frábært fyrir okkur báða. Mér líkar mjög vel við þig. Við eigum frábært samband. Við munum gera stórkostlega hluti, Kína og Bandaríkin,“ sagði Trump. Trump þakkaði Xi einnig fyrir að bjóða honum og Melaniu Trump til kvöldverðar. Hann sagði að kvöldverðurinn hefði bara átt að vera um hálftíma langur, vegna þess hve þreyttur Trump hefði verið eftir ferðalög sín. Hins vegar hefði kvöldverðurinn staðið yfir í rúma tvo tíma. „Ég naut hverrar mínútu,“ sagði Trump. Skömmu seinna sagði Trump við Xi að hann væri „mjög sérstakur“ maður. Xi hét því að opna markaði Kína frekar og gera bandarískum fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir þar. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa slík loforð hins vegar verið gefin áður, án þess að staðið hafi verið við þau. Sömuleiðis ræddi Xi samstarf ríkjanna, en ekki á jafn persónulegum nótum. Hann nefndi til dæmis ekki samband forsetanna tveggja. Hvorugur þeirra svaraði spurningum fjölmiðla, sem Washington Post segir að hafa verið ákveðinn sigur fyrir Xi Jinping. Hann stjórni ríki þar sem hart hefur verið farið fram gegn tjáningarfrelsi og frjálsum fjölmiðlum. Í grein Politico segir að tónn Trump gagnvart Jinping eigi líklegast eftir að fara öfugt ofan í marga íhaldssama stuðningsmenn hans. Þar á meðal Stephen Bannon, sem hafi ítrekað kallað eftir því að Bandaríkin taki upp strangari stefnu varðandi Kína. Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, jós Xi Jinping, forseta Kína, lofi í nótt. Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. Í nótt gagnrýndi hann Kína og sagði viðskiptasamband ríkjanna vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar ekki geta kennt Kína um það. „Hver getur kennt ríki um að nota sér annað ríki í þágu eigin þegna? Kína á hrós skilið,“ sagði Trump á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Kína og Xi. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um viðskiptahallan og sakaði hann Kína meðal annars um að „nauðga“ efnahagi Bandaríkjanna og að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi.Í stað þess að kenna Kína um viðskiptahallann og þjófnað hugverka, vara og höfundaréttarvarins efnis, kenndi hann fyrrverandi stjórnendum Bandaríkjanna um. Trump sagði að hann og Xi myndu laga þetta og gera samband ríkjanna sanngjarnt. „Við gerum þetta sanngjarnt og það verður frábært fyrir okkur báða. Mér líkar mjög vel við þig. Við eigum frábært samband. Við munum gera stórkostlega hluti, Kína og Bandaríkin,“ sagði Trump. Trump þakkaði Xi einnig fyrir að bjóða honum og Melaniu Trump til kvöldverðar. Hann sagði að kvöldverðurinn hefði bara átt að vera um hálftíma langur, vegna þess hve þreyttur Trump hefði verið eftir ferðalög sín. Hins vegar hefði kvöldverðurinn staðið yfir í rúma tvo tíma. „Ég naut hverrar mínútu,“ sagði Trump. Skömmu seinna sagði Trump við Xi að hann væri „mjög sérstakur“ maður. Xi hét því að opna markaði Kína frekar og gera bandarískum fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir þar. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa slík loforð hins vegar verið gefin áður, án þess að staðið hafi verið við þau. Sömuleiðis ræddi Xi samstarf ríkjanna, en ekki á jafn persónulegum nótum. Hann nefndi til dæmis ekki samband forsetanna tveggja. Hvorugur þeirra svaraði spurningum fjölmiðla, sem Washington Post segir að hafa verið ákveðinn sigur fyrir Xi Jinping. Hann stjórni ríki þar sem hart hefur verið farið fram gegn tjáningarfrelsi og frjálsum fjölmiðlum. Í grein Politico segir að tónn Trump gagnvart Jinping eigi líklegast eftir að fara öfugt ofan í marga íhaldssama stuðningsmenn hans. Þar á meðal Stephen Bannon, sem hafi ítrekað kallað eftir því að Bandaríkin taki upp strangari stefnu varðandi Kína.
Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira