Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2017 07:00 Það er ýmislegt í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira