Lúxusbíll Pútíns á lokametrunum Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2017 14:54 Þessi mynd náðist af prófunum á einum af þessum fjórum fyrirhuguðu bílum. Þróun nýs forsetabíls Vladimir Putin forseta Rússlands virðist nú á lokametrunum en prófanir á bílnum standa nú yfir og stefnt er að kynningu bílsins fyrir almenning í may á næsta ári. Eðlilega er bíllinn engin smákerra, enda með 850 hestafla V12 vél undir húddinu. Þróun þessa bíls er þó ekki eitt einstakt verkefni heldur aðeins liður í þróun fjögurra bíla, límósínu, jeppa, fjölnotabíls og fólksbíls og að verkefninu stendur rússneska fyrirtækið Kortezh. Fólksbílarnir verða þó engir aumingjar því í þeim verður 650 hestafla V8 vél. Sú vél ásamt V12 vélinni í bíl Pútíns, eru þróaðar í samstarfi við Porsche. Fólksbílum verður meðal annars ætlað að fylgja forsetabílnum eftir í tíðum salíbunureiðum forsetans. Fjölnotabíllinn (Minivan) og jeppinn munu fá öllu hófstilltari vélar, eða líklega 250 hestafla fjögurra strokka vélar með forþjöppu. Alls ætlar rússneska fyrirtækið sem stendur að þessu stóra verkefni að framleiða 5.000 bíla og verða þeir framleiddir hjá öðru rússnesku fyrirtæki, Sollers og mun framleiðsla bílanna þar hætta árið 2020. Ekki liggur ljóst fyrir hvort einhverjir þessara 5.000 bíla verða til sölu fyrir almenning eða hvort þeir verða allir ætlaðir fyrir opinbera starfsmenn í Rússlandi. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent
Þróun nýs forsetabíls Vladimir Putin forseta Rússlands virðist nú á lokametrunum en prófanir á bílnum standa nú yfir og stefnt er að kynningu bílsins fyrir almenning í may á næsta ári. Eðlilega er bíllinn engin smákerra, enda með 850 hestafla V12 vél undir húddinu. Þróun þessa bíls er þó ekki eitt einstakt verkefni heldur aðeins liður í þróun fjögurra bíla, límósínu, jeppa, fjölnotabíls og fólksbíls og að verkefninu stendur rússneska fyrirtækið Kortezh. Fólksbílarnir verða þó engir aumingjar því í þeim verður 650 hestafla V8 vél. Sú vél ásamt V12 vélinni í bíl Pútíns, eru þróaðar í samstarfi við Porsche. Fólksbílum verður meðal annars ætlað að fylgja forsetabílnum eftir í tíðum salíbunureiðum forsetans. Fjölnotabíllinn (Minivan) og jeppinn munu fá öllu hófstilltari vélar, eða líklega 250 hestafla fjögurra strokka vélar með forþjöppu. Alls ætlar rússneska fyrirtækið sem stendur að þessu stóra verkefni að framleiða 5.000 bíla og verða þeir framleiddir hjá öðru rússnesku fyrirtæki, Sollers og mun framleiðsla bílanna þar hætta árið 2020. Ekki liggur ljóst fyrir hvort einhverjir þessara 5.000 bíla verða til sölu fyrir almenning eða hvort þeir verða allir ætlaðir fyrir opinbera starfsmenn í Rússlandi.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent