Tulipop með hundruð milljóna króna sjónvarpsþætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2017 20:00 Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna. Íslenska fyrirtækið Tulipop hefur vaxið hratt frá stofnun fyrir sjö árum. Vörur tengdar ævintýraheiminum eru seldar um allan heim og fór fyrsta teiknimyndaserían í loftið fyrir viku síðan á Youtube. Framkvæmdastjóri segir markmiðið með Youtube þáttunum vera að kynna vörumerkið betur áður en fyrirhugaðir sjónvarpsþættir fara í loftið. Tulipop var um síðustu helgi valið ásamt áttatíu öðrum á vörusýningu í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur. Voru þættirnir meðal annars valdir á forsíðu tímaritsins Kids Screen, sem er helsti fjölmiðillinn í teiknimyndabransanum. Fyrirtækið er nú þegar komið með áhugasama kaupendur að sjónvarpsþáttunum. „Markmiðið hjá okkur er að klára fjármögnun á þessari sjónvarpsseríu innan sex mánaða. Þannig nú erum við að fara eiga framhaldsfundi með þessum aðilum sem hafa lýst yfir áhuga og svo að ljúka samningum með þeim. Þá er markmiðið að serían fari í framleiðslu innan sex mánaða og er þá kannski að fara í sjónvarpið við lok ársins 2019," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Einungis er horft til stórra og alþjóðlegra samstarfsaðila. „Við erum eiginlega eins og er nær einungis í samningaviðræðum við aðila sem eru risastórir og alþjóðlegir, bæði framleiðendur og dreifingarfyrirtæki. Það er algjörlega okkar markmið. Að Tulipop fari út um allan heim," segir Helga. Sjónvarpssería af þessari stærðargráðu kostar um 500 til 700 milljónir króna í framleiðslu. „Þetta eru 52 þættir, þeir kosta á bilinu fjórar til sex milljónir evra, þannig þetta eru stórar fjárhæðir. En þetta yrði alltaf fjármagnað sérstaklega. Við erum þá að fara í samstarf með dreifingaraðila og meðframleiðanda sem koma með fjármagn," segir Helga. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna. Íslenska fyrirtækið Tulipop hefur vaxið hratt frá stofnun fyrir sjö árum. Vörur tengdar ævintýraheiminum eru seldar um allan heim og fór fyrsta teiknimyndaserían í loftið fyrir viku síðan á Youtube. Framkvæmdastjóri segir markmiðið með Youtube þáttunum vera að kynna vörumerkið betur áður en fyrirhugaðir sjónvarpsþættir fara í loftið. Tulipop var um síðustu helgi valið ásamt áttatíu öðrum á vörusýningu í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur. Voru þættirnir meðal annars valdir á forsíðu tímaritsins Kids Screen, sem er helsti fjölmiðillinn í teiknimyndabransanum. Fyrirtækið er nú þegar komið með áhugasama kaupendur að sjónvarpsþáttunum. „Markmiðið hjá okkur er að klára fjármögnun á þessari sjónvarpsseríu innan sex mánaða. Þannig nú erum við að fara eiga framhaldsfundi með þessum aðilum sem hafa lýst yfir áhuga og svo að ljúka samningum með þeim. Þá er markmiðið að serían fari í framleiðslu innan sex mánaða og er þá kannski að fara í sjónvarpið við lok ársins 2019," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Einungis er horft til stórra og alþjóðlegra samstarfsaðila. „Við erum eiginlega eins og er nær einungis í samningaviðræðum við aðila sem eru risastórir og alþjóðlegir, bæði framleiðendur og dreifingarfyrirtæki. Það er algjörlega okkar markmið. Að Tulipop fari út um allan heim," segir Helga. Sjónvarpssería af þessari stærðargráðu kostar um 500 til 700 milljónir króna í framleiðslu. „Þetta eru 52 þættir, þeir kosta á bilinu fjórar til sex milljónir evra, þannig þetta eru stórar fjárhæðir. En þetta yrði alltaf fjármagnað sérstaklega. Við erum þá að fara í samstarf með dreifingaraðila og meðframleiðanda sem koma með fjármagn," segir Helga.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira