Svaf í fötunum með ólæsta hurð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2017 18:30 Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi en upptökin eru um sex kílómetra austnorðaustur af Selfossi í suðurlandsbrotabeltinu. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld og var hann um fjórir að stærð. Dregið hefur úr óróleikanum að sögn fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands. „Við getum sagt að þessi hrina hafi náð hámarki í gærkvöldi en það hafa vissulega mælst skjálftar í dag og við höfum mælt hátt í fimm hundruð skjálfta í þessari hrinu," segir Kristín Jónsdóttir, hjá Veðurstofu Íslands. Þrátt fyrir minni virkni útilokar Kristín ekki stærri skjálfta. „Við vitum um tvo skjálfta sem urðu þarna bæði fyrir austan og vestan þetta upptakasvæði á 18. öld. Þeir skjálftar voru 6,7 og 6,8 að stærð. Þannig við vitum að þarna geta orðið stærri skjálftar," segir Kristín.Ólafur SigurjónssonÍbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir virkninni. „Ég bý í timburhúsi með timburgólfi og það hrundi úr hillum og brotnaði eitthvað smá," segir Erla Sigurjónsdóttir, Selfyssingur. „Það er alltaf aðeins óþægilegt að verða fyrir þessu. En maður verður bara að taka þessu með æðruleysi. Það er ekkert sem við getum gert í þessu nema að hafa varann á. En jú, þetta er óþægilegt," segir Bjarni Stefánsson, bóndi á Túni, skammt frá upptökum skjálftans. „Þegar maður hafði til samanburðar skjálftann 2000 þá var þetta svona léttvægt myndi ég nú segja. En manni er alltaf illa við skjálfta. Þetta er leiðinda atburður," segir Ólafur Sigurjónsson. Hundarnir hans Ólafs, þær Fluga og Gára, fóru að gelta nokkuð á undan skjálftanum og varð bilt við. „Þær voru hræddar við þetta," segir hann. „Þetta er eitthvað sem þær skilja ekki." Segist Ólafur hafa gert viðeigandi ráðstafanir og sofið í fötunum. „Já og tók úr lás útidyrahurðina, svona til öryggis," segir Ólafur.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira