Bjarki Þór ver titilinn gegn fyrrum andstæðingi Conors Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2017 16:00 Bardagi þeirra félaga verður að sjálfsögðu aðalbardagi kvöldsins. Bardagakapinn Bjarki Þór Pálsson mun verja Evrópumeistaratitil sinn hjá Fightstar-bardagasambandinu þann 9. desember næstkomandi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarka Þór sem tryggði sér titilinn þann 7. október síðastliðinn. Bjarki mun mæta Bretanum Steve O'Keeffe en bardaginn fer fram í London. O'Keeffe er 7-3 á ferlinum en Bjarki 4-0 eða ósigraður. Bretinn er 31 árs gamall og reynslumikill. Hann hefur meðal annars barist við Conor McGregor og Artem Lobov. Hann tapaði gegn Conor en náði að vinna Lobov. „Beltinu fylgir sviðsljós. Þeir bestu girnast það og fyrir vikið var hægt að fá andstæðing eins og Steve O´Keeffe til að fallast á að berjast við mig. Ég er gríðarlega ánægður með að fá bardaga strax aftur og það á móti andstæðingi eins og honum. Þetta er mitt tækifæri til að sýna stóru samböndunum úr hverju ég er gerður og með öruggum sigri þá tek ég af allan vafa um það að ég eigi heima hjá UFC eða Bellator,“ segir Bjarki Þór í fréttatilkynningu. „Ég hef lengi vitað af Steve O´Keeffe. Hann er einn af þeim hæst skrifuðu sem eru að berjast utan stóru sambandanna. Hann hefur barist við virkilega öfluga bardagamenn. Þar á meðal þá Conor og Artem, sem ég hef æft með og þekki nokkuð vel. Hann var að opna sinn eigið klúbb og einbeita sér að þjálfun og tók sér hlé frá keppni á meðan. Þess vegna hefur maður ekkert mikið heyrt hann nefndan síðastliðin 2-3 ár. Hann snéri svo aftur fyrr á þessu ári í bardaga hja Cage Warriors og kláraði sinn andstæðing í fyrstu lotu þannig að það er klárt að hann er í góðu formi og mun mæta með einbeittan vilja til að hirða af mér beltið.“Bjarki ætlar sér alla leið.mynd/baldur kristjánsBjarki Þór hefur í talsverðan tíma verið sá íslenski bardagamaður sem spekingar hafa spáð að sé næstur til að festa sig í sessi í fremstu röð. Hann er enn ósigraður sem atvinnumaður og hyggst halda því þannig. Bardaginn fer fram í íþróttahöllinni Brentford Fountain Leisure Center í suðvestur London og verður Bjarki Þór ekki eini íslendingurinn sem berst þar því þegar hefur atvinnubardagi Akureyringsins Ingþórs Arnar Valdimarssonar (0-1) gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) verið staðfestur. Sá bardagi átti að fara fram á FightStar 12 bardagakvöldinu fyrr í þessum mánuði en Panfil þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann hefur nú náð bata og bardaginn settur á að nýju. Líkur eru á að fleiri Íslendingar muni bætast í hópinn áður en langt um líður. Viðræður eru í gangi og tilkynnt verður sérstaklega þegar fleiri bardagar hafa verið staðfestir. MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
Bardagakapinn Bjarki Þór Pálsson mun verja Evrópumeistaratitil sinn hjá Fightstar-bardagasambandinu þann 9. desember næstkomandi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarka Þór sem tryggði sér titilinn þann 7. október síðastliðinn. Bjarki mun mæta Bretanum Steve O'Keeffe en bardaginn fer fram í London. O'Keeffe er 7-3 á ferlinum en Bjarki 4-0 eða ósigraður. Bretinn er 31 árs gamall og reynslumikill. Hann hefur meðal annars barist við Conor McGregor og Artem Lobov. Hann tapaði gegn Conor en náði að vinna Lobov. „Beltinu fylgir sviðsljós. Þeir bestu girnast það og fyrir vikið var hægt að fá andstæðing eins og Steve O´Keeffe til að fallast á að berjast við mig. Ég er gríðarlega ánægður með að fá bardaga strax aftur og það á móti andstæðingi eins og honum. Þetta er mitt tækifæri til að sýna stóru samböndunum úr hverju ég er gerður og með öruggum sigri þá tek ég af allan vafa um það að ég eigi heima hjá UFC eða Bellator,“ segir Bjarki Þór í fréttatilkynningu. „Ég hef lengi vitað af Steve O´Keeffe. Hann er einn af þeim hæst skrifuðu sem eru að berjast utan stóru sambandanna. Hann hefur barist við virkilega öfluga bardagamenn. Þar á meðal þá Conor og Artem, sem ég hef æft með og þekki nokkuð vel. Hann var að opna sinn eigið klúbb og einbeita sér að þjálfun og tók sér hlé frá keppni á meðan. Þess vegna hefur maður ekkert mikið heyrt hann nefndan síðastliðin 2-3 ár. Hann snéri svo aftur fyrr á þessu ári í bardaga hja Cage Warriors og kláraði sinn andstæðing í fyrstu lotu þannig að það er klárt að hann er í góðu formi og mun mæta með einbeittan vilja til að hirða af mér beltið.“Bjarki ætlar sér alla leið.mynd/baldur kristjánsBjarki Þór hefur í talsverðan tíma verið sá íslenski bardagamaður sem spekingar hafa spáð að sé næstur til að festa sig í sessi í fremstu röð. Hann er enn ósigraður sem atvinnumaður og hyggst halda því þannig. Bardaginn fer fram í íþróttahöllinni Brentford Fountain Leisure Center í suðvestur London og verður Bjarki Þór ekki eini íslendingurinn sem berst þar því þegar hefur atvinnubardagi Akureyringsins Ingþórs Arnar Valdimarssonar (0-1) gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) verið staðfestur. Sá bardagi átti að fara fram á FightStar 12 bardagakvöldinu fyrr í þessum mánuði en Panfil þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann hefur nú náð bata og bardaginn settur á að nýju. Líkur eru á að fleiri Íslendingar muni bætast í hópinn áður en langt um líður. Viðræður eru í gangi og tilkynnt verður sérstaklega þegar fleiri bardagar hafa verið staðfestir.
MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira