Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Ritstjórn skrifar 23. október 2017 20:00 Glamour/Skjáskot Nýjar hugmyndir í tískuheiminum eru alltaf skemmtilegar og spennandi, en við erum hins vegar ekki alveg vissar með þessa hér. Ungi hönnuðurinn Thibaut kynnti þessar ,,gallabuxur" til leiks á Amazon Fashion Week Tokyo, eða tískuvikunni í Tókýó, á dögunum. Það virðist sem svo þetta hafi einhverntímann verið gallabuxur, en það væri aldeilis búið að snyrta þær til og ekkert er eftir nema saumarnir. Rassvasarnir voru meira að segja teknir af. Afraksturinn er buxnastrengur með lafandi saumum niður skálmarnar, nei, við vitum ekki hvaða orð við eigum að nota til að lýsa þessum buxum. Við höldum að það verði mjög erfitt fyrir þessa flík að skapa sér sess í fataskápum heimsbyggðarinnar, enda mjög ópraktískt. Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Kjólar Díönu prinsessu settir á uppboð Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Michelle Obama prýðir forsíðu Vogue í þriðja skiptið á sjö árum Glamour Justin Timberlake tjáir sig um galladressið fræga Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour
Nýjar hugmyndir í tískuheiminum eru alltaf skemmtilegar og spennandi, en við erum hins vegar ekki alveg vissar með þessa hér. Ungi hönnuðurinn Thibaut kynnti þessar ,,gallabuxur" til leiks á Amazon Fashion Week Tokyo, eða tískuvikunni í Tókýó, á dögunum. Það virðist sem svo þetta hafi einhverntímann verið gallabuxur, en það væri aldeilis búið að snyrta þær til og ekkert er eftir nema saumarnir. Rassvasarnir voru meira að segja teknir af. Afraksturinn er buxnastrengur með lafandi saumum niður skálmarnar, nei, við vitum ekki hvaða orð við eigum að nota til að lýsa þessum buxum. Við höldum að það verði mjög erfitt fyrir þessa flík að skapa sér sess í fataskápum heimsbyggðarinnar, enda mjög ópraktískt.
Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Kjólar Díönu prinsessu settir á uppboð Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Michelle Obama prýðir forsíðu Vogue í þriðja skiptið á sjö árum Glamour Justin Timberlake tjáir sig um galladressið fræga Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour