Ólafía Þórunn valin í Evrópuúrvalið í golfi fyrst Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 11:53 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. Ólafía Þórunn er ein af níu kylfingum frá Evrópu sem munu keppa í Drottningabikarnum (The Queens) í ár þar sem úrvalslið evrópskra kylfinga keppir við þrjú önnur úrvalslið kylfinga sem koma frá Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu. Keppnin fer fram hjá Miyoshi golfklúbbnum í Nagoya í Japan frá 1. til 3. desember næstkomandi. Siður-Kórea vann þessa keppni í fyrra en Japan vann þegar hún fór fram í fyrsta sinn árið 2015. Evrópska liðið hefur endaði í þriðja sæti bæði árin. Keppnin er með svipuðu fyrirkomulagi og Ryderbikarinn. Í Drottningabikarnum er keppt í átta fjórleikjum fyrsta daginn og í níu tvímenningum annan daginn. Tvö bestu liðin spila til úrslita á þriðja deginum en hin tvö keppa um þriðja sætið.Delighted to announce the LET team for The Queens presented by Kowa staged at Miyoshi CC, Dec 1 - 3. Full release: https://t.co/Tx1wgPgNPhpic.twitter.com/O1iRocqLs3 — Ladies European Tour (@LETgolf) October 25, 2017 Fyrirliði Evrópúrvalsins er Gwladys Nocera frá Frakklandi en auk hennar og Ólafíu eru í liðinu þær Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson og Holly Clyburn frá Englandi, Joanna Klatten frá Frakklandi og Carly Booth frá Skotlandi. Þetta er mikill heiður fyrir okkar konu sem hefur verið að skrifa nýja kafla í íslenska golfsögu undanfarna mánuði. Engin annar íslenskur kylfingur hefur komist í svona úrvalslið áður. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. Ólafía Þórunn er ein af níu kylfingum frá Evrópu sem munu keppa í Drottningabikarnum (The Queens) í ár þar sem úrvalslið evrópskra kylfinga keppir við þrjú önnur úrvalslið kylfinga sem koma frá Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu. Keppnin fer fram hjá Miyoshi golfklúbbnum í Nagoya í Japan frá 1. til 3. desember næstkomandi. Siður-Kórea vann þessa keppni í fyrra en Japan vann þegar hún fór fram í fyrsta sinn árið 2015. Evrópska liðið hefur endaði í þriðja sæti bæði árin. Keppnin er með svipuðu fyrirkomulagi og Ryderbikarinn. Í Drottningabikarnum er keppt í átta fjórleikjum fyrsta daginn og í níu tvímenningum annan daginn. Tvö bestu liðin spila til úrslita á þriðja deginum en hin tvö keppa um þriðja sætið.Delighted to announce the LET team for The Queens presented by Kowa staged at Miyoshi CC, Dec 1 - 3. Full release: https://t.co/Tx1wgPgNPhpic.twitter.com/O1iRocqLs3 — Ladies European Tour (@LETgolf) October 25, 2017 Fyrirliði Evrópúrvalsins er Gwladys Nocera frá Frakklandi en auk hennar og Ólafíu eru í liðinu þær Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson og Holly Clyburn frá Englandi, Joanna Klatten frá Frakklandi og Carly Booth frá Skotlandi. Þetta er mikill heiður fyrir okkar konu sem hefur verið að skrifa nýja kafla í íslenska golfsögu undanfarna mánuði. Engin annar íslenskur kylfingur hefur komist í svona úrvalslið áður.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti