Klifraði upp fimm gáma eftir kajakferð að hafnarsvæðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2017 20:00 Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira