Hefur góðærið náð hámarki? Aukin sala á munaðarvörum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2017 20:00 Samkvæmt hagspá ASÍ sem kom út í gær hefur toppi hagsveiflunnar verið náð og vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári. Í tilefni þess leit fréttastofa á nokkra óformlega hagvísa góðærisins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust rúmlega 105 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni á fyrstu níu mánuðum ársins en það jafngildir um tveimur glösum á hvern Íslending. Dýrstustu tegundirnar, sem kosta um sex til sjö þúsund krónur seljast best og er þetta um 25 prósent aukning milli ára.Sala á kampavíni hefur aukist um 25% milli áraEf litið er á söluþróun kampavíns sést að hún nálgast sömu hæðir og hún náði árið 2007 þrátt fyrir að eiga ennþá nokkuð í land. Frank U. Michelsen, úrsmiður, segir sölu á Rolex úrum, sem kosta um eina til tvær milljónir króna, stöðuga og góða. Hann greinir einnig söluaukningu á öðrum dýrari úrum sem kosta um hálfa milljón króna. „Rolex er nú alveg sér á parti, það selur sig sjálft. Síðan byrjuðum við fyrir um tveimur árum með Tag Heuer og salan á þeim hefur aukist mjög," segir Frank. Hann segir Íslendinga sækja mest í dýru úrin. „Þeir fjárfesta í Rolex úrum," segir Frank. Landsmenn slá einnig hvert Íslandsmetið á fætur öðru í utanlandsferðum þessi misserin. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 462 þúsund íslenskir farþegar í gegnum Leifsstöð en það eru nokkuð fleiri en allt árið 2015. Verkefnastjóri hjá Eskimo Travel, sem skipuleggur hópferðir, segir árhátíðarferðum til útlanda hafa fjölgað mikið. Ferðirnar séu einnig orðnar flottari og var ein árshátíðin til dæmis haldin í fiskabúri á sædýrasafni erlendis á dögunum. „Það er meira lagt upp úr ferðunum núna. Það er stærri umgjörð. Þetta eru oftar leiguvélar af því fyrirtækin eru orðin stærri og oftar eru makar með líka, sem gerir hópinn enn þá stærri. Þær eru orðnar dýrari. Við finnum það allavega hjá okkur. Okkar kúnnar vilja betri ferðir, meiri ferðir, kannski flottari árshátíðir, á flottari stöðum. Þannig já það hefur klárlega orðið breyting þar á," segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Eskimo Travel. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Samkvæmt hagspá ASÍ sem kom út í gær hefur toppi hagsveiflunnar verið náð og vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári. Í tilefni þess leit fréttastofa á nokkra óformlega hagvísa góðærisins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust rúmlega 105 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni á fyrstu níu mánuðum ársins en það jafngildir um tveimur glösum á hvern Íslending. Dýrstustu tegundirnar, sem kosta um sex til sjö þúsund krónur seljast best og er þetta um 25 prósent aukning milli ára.Sala á kampavíni hefur aukist um 25% milli áraEf litið er á söluþróun kampavíns sést að hún nálgast sömu hæðir og hún náði árið 2007 þrátt fyrir að eiga ennþá nokkuð í land. Frank U. Michelsen, úrsmiður, segir sölu á Rolex úrum, sem kosta um eina til tvær milljónir króna, stöðuga og góða. Hann greinir einnig söluaukningu á öðrum dýrari úrum sem kosta um hálfa milljón króna. „Rolex er nú alveg sér á parti, það selur sig sjálft. Síðan byrjuðum við fyrir um tveimur árum með Tag Heuer og salan á þeim hefur aukist mjög," segir Frank. Hann segir Íslendinga sækja mest í dýru úrin. „Þeir fjárfesta í Rolex úrum," segir Frank. Landsmenn slá einnig hvert Íslandsmetið á fætur öðru í utanlandsferðum þessi misserin. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 462 þúsund íslenskir farþegar í gegnum Leifsstöð en það eru nokkuð fleiri en allt árið 2015. Verkefnastjóri hjá Eskimo Travel, sem skipuleggur hópferðir, segir árhátíðarferðum til útlanda hafa fjölgað mikið. Ferðirnar séu einnig orðnar flottari og var ein árshátíðin til dæmis haldin í fiskabúri á sædýrasafni erlendis á dögunum. „Það er meira lagt upp úr ferðunum núna. Það er stærri umgjörð. Þetta eru oftar leiguvélar af því fyrirtækin eru orðin stærri og oftar eru makar með líka, sem gerir hópinn enn þá stærri. Þær eru orðnar dýrari. Við finnum það allavega hjá okkur. Okkar kúnnar vilja betri ferðir, meiri ferðir, kannski flottari árshátíðir, á flottari stöðum. Þannig já það hefur klárlega orðið breyting þar á," segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Eskimo Travel.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira