Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson. Vísir/ernir „Hann hefur talað sig út úr hneykslismálinu,“ segir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í samtali við New York Times þar sem fjallað er um íslensku þingkosningarnar sem fram fara í dag. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir.“ Í greininni segir að eftir einar sjónvarpskappræðurnar í kosningabaráttunni hafi Sigmundur Davið strunsað af sviði án þess að taka í hönd pólitískra andstæðinga sinna. Sem forsætisráðherra hafi hann virst sérlundaður, boðið samstarfsmönnum að leika með legókubbum og á fundi með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hann klæðst fægðum skó á öðrum fæti og íþróttaskó á hinum. Í grein New York Times kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðnum New York Times um viðtal. Hann hafi hins vegar ítrekað fullyrt að hann hafi ekki gert neitt rangt í tengslum við aflandsfélagið Wintris. Hafi hann hins vegar sagst vera fórnarlamb samsæris pólitíska kerfisins og fjármálakerfis Íslands, allt í samráði við fjármálamanninn George Soros. Lesa má grein New York Times í heild sinni hér. Sigmundur Davíð gekk eins og frægt er orðið út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, á vormánuðum 2016 þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki greint frá félaginu Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð lét af störfum forsætisráðherra skömmu síðar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Hann hefur talað sig út úr hneykslismálinu,“ segir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í samtali við New York Times þar sem fjallað er um íslensku þingkosningarnar sem fram fara í dag. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir.“ Í greininni segir að eftir einar sjónvarpskappræðurnar í kosningabaráttunni hafi Sigmundur Davið strunsað af sviði án þess að taka í hönd pólitískra andstæðinga sinna. Sem forsætisráðherra hafi hann virst sérlundaður, boðið samstarfsmönnum að leika með legókubbum og á fundi með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hann klæðst fægðum skó á öðrum fæti og íþróttaskó á hinum. Í grein New York Times kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðnum New York Times um viðtal. Hann hafi hins vegar ítrekað fullyrt að hann hafi ekki gert neitt rangt í tengslum við aflandsfélagið Wintris. Hafi hann hins vegar sagst vera fórnarlamb samsæris pólitíska kerfisins og fjármálakerfis Íslands, allt í samráði við fjármálamanninn George Soros. Lesa má grein New York Times í heild sinni hér. Sigmundur Davíð gekk eins og frægt er orðið út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, á vormánuðum 2016 þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki greint frá félaginu Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð lét af störfum forsætisráðherra skömmu síðar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18