Vonast til að bæta við sig fylgi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 12:14 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. Vísir/Ernir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. Hann segir Alþýðufylkinguna vonast til þess að bæta við sig fylgi frá því í fyrra og jafnvel töluvert. Stuðningurinn hafi verið meiri nú í ár en áður en flokkurinn hafi verið útilokaður frá umræðunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það þýðir ekkert að vera bjartsýnn,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Við erum með væntingar um að bæta við okkur frá því í fyrra. Við vonum jafnvel að það verði talsvert. En það er auðvitað erfitt að lesa í það. Fólk leggur misjafnlega út af hlutunum þegar það stendur frammi fyrir kjörseðlinum.“ Þorvaldur segir stuðninginn við Alþýðufylkinguna hafa verið töluvert meiri en í fyrra. Margir hafi sagt að ef flokkurinn mældist með yfir þrjú eða fjögur prósent myndu þau kjósa hann. „Þetta er þrátt fyrir það að við höfum verið mjög víða útilokuð í kosningabaráttunni. Frá viðburðum og umfjöllun.“ Hann segir það hafa verið verra núna en í fyrra. Miklu verra og að útilokunin virðist vera skipulögð. „Þetta virðist vera samantekin ráð. Þegar við fáum hvergi nein rök en alltaf sömu eins orðuðu svörin. Engin rök bara ákvörðun. Þá virkar þetta dálítið eins og þetta sé ekki bara tuttugu tilviljanir heldur að það sé eitthvað samhengi á milli.“ Þorvaldur mun hitta félaga sína og vini í dag og undirbúa kosningavöku Alþýðufylkingarinnar sem verður í MÍR-salnum á Hverfisgötu í kvöld. „Okkur gekk nú vel í krakkakosningunum í fyrra og vorum þriðji stærsti flokkurinn þar,“ segir Þorvaldur. Hann segir börnin hafa ómengaðri forsendur og hafa ekki tileinkað sér þá fordóma sem aðrir leggja til grundvallar. „Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.“ Kosningar 2017 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir daginn leggjast vel í sig. Hann segir Alþýðufylkinguna vonast til þess að bæta við sig fylgi frá því í fyrra og jafnvel töluvert. Stuðningurinn hafi verið meiri nú í ár en áður en flokkurinn hafi verið útilokaður frá umræðunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það þýðir ekkert að vera bjartsýnn,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Við erum með væntingar um að bæta við okkur frá því í fyrra. Við vonum jafnvel að það verði talsvert. En það er auðvitað erfitt að lesa í það. Fólk leggur misjafnlega út af hlutunum þegar það stendur frammi fyrir kjörseðlinum.“ Þorvaldur segir stuðninginn við Alþýðufylkinguna hafa verið töluvert meiri en í fyrra. Margir hafi sagt að ef flokkurinn mældist með yfir þrjú eða fjögur prósent myndu þau kjósa hann. „Þetta er þrátt fyrir það að við höfum verið mjög víða útilokuð í kosningabaráttunni. Frá viðburðum og umfjöllun.“ Hann segir það hafa verið verra núna en í fyrra. Miklu verra og að útilokunin virðist vera skipulögð. „Þetta virðist vera samantekin ráð. Þegar við fáum hvergi nein rök en alltaf sömu eins orðuðu svörin. Engin rök bara ákvörðun. Þá virkar þetta dálítið eins og þetta sé ekki bara tuttugu tilviljanir heldur að það sé eitthvað samhengi á milli.“ Þorvaldur mun hitta félaga sína og vini í dag og undirbúa kosningavöku Alþýðufylkingarinnar sem verður í MÍR-salnum á Hverfisgötu í kvöld. „Okkur gekk nú vel í krakkakosningunum í fyrra og vorum þriðji stærsti flokkurinn þar,“ segir Þorvaldur. Hann segir börnin hafa ómengaðri forsendur og hafa ekki tileinkað sér þá fordóma sem aðrir leggja til grundvallar. „Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.“
Kosningar 2017 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira