Einungis 36 eru á kjörskrá í Árneshreppi á Ströndum, en það 45 voru á kjörskrá í hreppnum í fyrra, sem er sá fámennasti á landinu. Af þeim 36 eru margir ekki á svæðinu og voru 16 búnir að kjósa upp úr klukkan eitt í dag. Kjörstaður verður þó opinn til klukkan fimm.
Ingólfur Benediktsson, formaður kjörstjórnar, sem haldið hefur utan um kosningar í hreppnum frá árinu 1996, segir að aldrei hafi verið færri á kjörskrá síðan kjördeildum var fækkað úr þremur í eina á árum áður.
Ingólfur segir kjörsókn vera á svipuðu róli og áður. Auk þess að margir séu á farandfæti hafi margir skráð lögheimili í hreppnum sem haldi ekki til þar á veturna.
