Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 15:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi. Vísir/Vilhelm Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36
Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30