Logi braut kosningalög: Langsótt að dóttirin fái hann til að kjósa Framsóknarflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 17:16 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri ásamt dóttur sinni í dag. Stöð 2/Skjáskot Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga. DV greindi fyrst frá málinu en atvikið náðist á myndband í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. „Lögin eru nú hugsuð þannig að þau eru til þess að verja þann sem er að kjósa fyrir áhrifum, og mér finnst það langsótt að 12 ára gömul dóttir mín muni hafa það sterk áhrif á mig sem stjórnmálamann og frambjóðanda að ég fari að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi. Hann kaus á Akureyri nú fyrir hádegi í dag og tók dóttur sína með inn í kjörklefann. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan á mínútu 1:46.Lofar að hegða sér betur í framtíðinni Umrætt atvik hefur vakið mikla athygli en í 81. grein laga um kosningar segir eftirfarandi: „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur.“ Því má segja að með þessu hafi Logi brotið kosningalög. „Örugglega var þetta klaufalegt hjá mér. Það gerði enginn athugasemd við þetta og ég spurði áður, en ég er ekkert að afsaka það,“ segir Logi um málið. „Ég geri þetta bara ekki næst og dreg bara mikinn lærdóm af þessu, lofa að hegða mér betur í framtíðinni hvað þetta varðar.“Nú fái enginn að fara inn í kjörklefa með barn Helga Eymundsdóttir, formaður kjörstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að ekki hafi þótt ástæða til að banna fólki sérstaklega að taka börn sín með inn í kjörklefa. „Þetta er nú bara svona prinsippmál, við höfum ekkert verið að ýta við fólki þegar það kemur með börnin sín. Fólk er að koma með börn á öllum aldri og jafnvel kornabörn á handleggnum. Okkur hefur ekki fundist ástæða til að segja þeim að þau megi ekki kjósa ef þau geta ekki látið börnin frá sér,“ segir Helga sem segir kjörstjórnina ekki fram úr hófi fasta í hefðum og reglum hvað þetta varðar. „Við höfum dregið línuna þannig að það fari ekki fólk inn sem hefur komið á kosningaaldur.“ Helga segir nú verða breytingu þar á. Umfjöllun fjölmiðla í dag hafi orðið til þess að nú sé reglunum framfylgt til hins ítrasta og það sem eftir er dags fái enginn að fara inn í kjörklefana með barn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30 Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga. DV greindi fyrst frá málinu en atvikið náðist á myndband í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. „Lögin eru nú hugsuð þannig að þau eru til þess að verja þann sem er að kjósa fyrir áhrifum, og mér finnst það langsótt að 12 ára gömul dóttir mín muni hafa það sterk áhrif á mig sem stjórnmálamann og frambjóðanda að ég fari að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi. Hann kaus á Akureyri nú fyrir hádegi í dag og tók dóttur sína með inn í kjörklefann. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan á mínútu 1:46.Lofar að hegða sér betur í framtíðinni Umrætt atvik hefur vakið mikla athygli en í 81. grein laga um kosningar segir eftirfarandi: „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur.“ Því má segja að með þessu hafi Logi brotið kosningalög. „Örugglega var þetta klaufalegt hjá mér. Það gerði enginn athugasemd við þetta og ég spurði áður, en ég er ekkert að afsaka það,“ segir Logi um málið. „Ég geri þetta bara ekki næst og dreg bara mikinn lærdóm af þessu, lofa að hegða mér betur í framtíðinni hvað þetta varðar.“Nú fái enginn að fara inn í kjörklefa með barn Helga Eymundsdóttir, formaður kjörstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að ekki hafi þótt ástæða til að banna fólki sérstaklega að taka börn sín með inn í kjörklefa. „Þetta er nú bara svona prinsippmál, við höfum ekkert verið að ýta við fólki þegar það kemur með börnin sín. Fólk er að koma með börn á öllum aldri og jafnvel kornabörn á handleggnum. Okkur hefur ekki fundist ástæða til að segja þeim að þau megi ekki kjósa ef þau geta ekki látið börnin frá sér,“ segir Helga sem segir kjörstjórnina ekki fram úr hófi fasta í hefðum og reglum hvað þetta varðar. „Við höfum dregið línuna þannig að það fari ekki fólk inn sem hefur komið á kosningaaldur.“ Helga segir nú verða breytingu þar á. Umfjöllun fjölmiðla í dag hafi orðið til þess að nú sé reglunum framfylgt til hins ítrasta og það sem eftir er dags fái enginn að fara inn í kjörklefana með barn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30 Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15
Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30
Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31
Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29