Njáll Trausti: „Gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn“ Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 00:20 Njáll Trausti Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir fyrstu tölurnar gefa til kynna að nóttin verði löng og mikið geti breyst. Hann telur þetta geta verið með mest spennandi kosninganóttum síðustu ára „Þetta verður gríðarlega spennandi í nótt í kjördæminu. Við erum að sjá að það er stutt á milli flokka og spennandi að sjá hvernig þetta verður þegar atkvæðin að austan koma. Líklega verður þetta barátta alveg fram á nótt og síðustu tölur munu ábyggilega breyta miklu hvernig þetta fer," segir Njáll Sjálfstæðisflokkurinn er, þegar þetta er skrifað, með tvo menn inni í NA kjördæmi en voru með þrjá í síðustu kosningum. Valgerður Gunnarsdóttir fellur því af þingi verði þetta niðurstaða kosninga. En hvernig metur Njáll Trausti stöðuna í íslenskum stjórnmálum út frá þessum fyrstu tölum? „Það mun verða mjög erfitt að koma saman stjórn. Ég kom nýr að þessu í fyrra og þá voru sjö flokkar á þingi og þá var þetta nokkuð erfitt. Nú eru flokkarnir líklegast átta talsins og því verður þetta gríðarlega erfitt,“ segir Njáll. Búið er að telja nokkuð fá atkvæði í NA kjördæmi. Hin síðustu ár hefur oft verið talað um það að atkvæði úr Eyjafirði séu talin fyrst og síðan geti tölurnar breyst mikið eftir að hafið er að telja kjörkassa frá Austurlandi þar sem Framsóknarflokkur hefur til að mynda verið gríðarsterkur „Hins vegar eru fá atkvæði á milli manna og flokka og því verður spennandi að sjá alveg fram á morgun hvernig þetta raðast. Það er ekki hægt að spá neinu um lokin og líkast til mikið umrót á næstu klukkutímum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01 „Við erum að vinna þessar kosningar“ Bjarni var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar. 29. október 2017 00:22 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir fyrstu tölurnar gefa til kynna að nóttin verði löng og mikið geti breyst. Hann telur þetta geta verið með mest spennandi kosninganóttum síðustu ára „Þetta verður gríðarlega spennandi í nótt í kjördæminu. Við erum að sjá að það er stutt á milli flokka og spennandi að sjá hvernig þetta verður þegar atkvæðin að austan koma. Líklega verður þetta barátta alveg fram á nótt og síðustu tölur munu ábyggilega breyta miklu hvernig þetta fer," segir Njáll Sjálfstæðisflokkurinn er, þegar þetta er skrifað, með tvo menn inni í NA kjördæmi en voru með þrjá í síðustu kosningum. Valgerður Gunnarsdóttir fellur því af þingi verði þetta niðurstaða kosninga. En hvernig metur Njáll Trausti stöðuna í íslenskum stjórnmálum út frá þessum fyrstu tölum? „Það mun verða mjög erfitt að koma saman stjórn. Ég kom nýr að þessu í fyrra og þá voru sjö flokkar á þingi og þá var þetta nokkuð erfitt. Nú eru flokkarnir líklegast átta talsins og því verður þetta gríðarlega erfitt,“ segir Njáll. Búið er að telja nokkuð fá atkvæði í NA kjördæmi. Hin síðustu ár hefur oft verið talað um það að atkvæði úr Eyjafirði séu talin fyrst og síðan geti tölurnar breyst mikið eftir að hafið er að telja kjörkassa frá Austurlandi þar sem Framsóknarflokkur hefur til að mynda verið gríðarsterkur „Hins vegar eru fá atkvæði á milli manna og flokka og því verður spennandi að sjá alveg fram á morgun hvernig þetta raðast. Það er ekki hægt að spá neinu um lokin og líkast til mikið umrót á næstu klukkutímum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01 „Við erum að vinna þessar kosningar“ Bjarni var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar. 29. október 2017 00:22 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð fékk hestinn að gjöf í beinni útsendingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fékk forláta silfurhest að gjöf frá Þorbirni Þórðarsyni, fréttamanni, í beinni útsendingu í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 29. október 2017 00:01
„Við erum að vinna þessar kosningar“ Bjarni var sigri hrósandi þegar hann ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar. 29. október 2017 00:22