„Stórsigur leiðinlegra karla“ Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2017 13:42 Útvarp Saga er sigurvegari kosninganna. Fjölmargir á Facebook reyna ekki að leyna gremju sinni, ekki síst konur. Niðurstöður kosninganna eru vonbrigði í hugum flestra. Sú er niðurstaðan eftir að hafa skautað um hinar víðfeðmu lendur Facebook nú í morgun, þegar rykið er að setjast daginn eftir kosningarnar. Hrönn Kristinsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir einfaldlega: „Stórsigur leiðinlegra karla“. Helstu niðurstöðurnar kosninganna eru þessar: Stjórnarflokkarnir töpuðu 12 þingmönnum. En, fátt hefur breyst því þeir þingmenn fóru ekki til stjórnarandstöðunnar heldur hrifsuðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn og svo Inga Sæland og Flokkur fólksins það til sín.Útvarp Saga sigurvegari kosningannaMargir halda því fram fullum fetum að þar sé fylgi sem grundvallast á popúlískum sjónarmiðum. Hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna, að margra mati, er hin umdeilda útvarpsstöð Útvarp Saga. Þar hefur nýr þingmaður Flokks fólksins, Ólafur Ísleifsson hagfræðingur, farið mikinn í viðtölum við Pétur Gunnlaugsson útvarpsmann og ítrekað borið kjör þeirra sem verst eru settir saman við kostnað vegna hælisleitenda. Og, þeir sem stilla inn á tíðnisvið Útvarpss Sögu hafa einnig tekið eftir því að þar er Sigmundur Davíð í hávegum hafður.Að margra mati, sem nú tjá sig á Facebook, er þetta hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna. Pétur á Útvarpi Sögu.Og þó Samfylkingin megi vel við una gufaði fylgisaukning sem var að sýna sig við Vg upp í ekki neitt. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og Framsóknarflokkurinn vinnur það sem kallast varnarsigur. Þessar eru meginniðurstöður kosninganna en á Facebook eru margir sem ekki reyna að leyna vonbrigðum sínum.Takk fyrir það Björt framtíðHafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, sem reyndar styður Sjálfstæðisflokkinn, fer yfir stöðuna á sínum Facebookvegg, með nokkrum punktum: „BF sprengdi ríkisstjórnina eftir 8 mánuði og niðurstaðan er m.a. þessi: *Björt framtíð nær svo rosalega lélegum árangri að þau eru langt frá því að komast inn á fjárlög *Konum fækkar *Eldri mönnum fjölgar *Ungu fólki fækkar *Panamastjórnin (DB+M) er með tæplega helming atkvæða *Sigmundur Davíð er ekki lengur hornreka í íslenskum stjórnmálum það er bara búið að gefa honum flott umboð ári eftir Kastljósviðtalið fræga *Píratar helmingast *Það verður eitthvað bíó að mynda stjórnHafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur tekur saman helstu drætti eftir kosningar og myndin sem birtist er ógnvænleg í hugum margra, ekki síst kvenna.Það er nefnilega það. Það má eflaust alveg deila um það hvort að BF hafi verið að gera þjóðinni mikinn greiða.“Ég er brjáluðVandséð er að nokkurra breytinga sé að vænta í sjálfu sér. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna tala nú um að það þurfi að leita breyttra vinnubragða, hvað svo sem það nú þýðir. Gremjan leyndir sér ekki og sárndin brjótast út á Facebook. Sú gremja snýr meðal annars að kynjahlutföllunum á þingi. Snærós Sindradóttir, verkefnisstjóri á RÚV segir: „Mig langar að skæla yfir Silfrinu. Ójafnrétti er ekki tilviljanakennt, það er kerfislægt.“ Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar er á sömu línu: „Ömurleg kynjaskipting líka. Þvílík afturför. Ég er brjáluð.“Líf er einfaldlega brjáluð.Heiða B. Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar reynir ekki heldur að leyna gremju sinni: „Gamli tíminn og gömlu karlarnir unnu. Það vantar bara Jón Baldvin til að mér líði eins og ég hafi vaknað á 20. öldinni.“Sigmundur ómerkilegur tækifærissinniEn, stóru drættirnir eru að þeir sem bundu vonir við betri tíð með siðbót í haga, þeir urðu fyrir vonbrigðum. Sara Óskarsson Pírati, sem staðið hefur að margvíslegum mótmælum á Austurvelli, reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum. „Ég ætla að sofa á því, en ég er alls ekki viss um að siðferði mitt leyfi mér að búa áfram á Íslandi eftir úrslit kosninganna í kvöld. Það snýr á engan hátt að minni eigin stöðu, ég er líklegast varaþingmaður áfram eins og staðan er og yrði alsæl með þá niðurstöðu ef að hún væri undir öðrum kringumstæðum. Heldur snýst þetta um siðferði stjórnmálanna sjálfra. Stærstu mótmæli Íslandssögunnar komu í kjölfar stærsta gagnaleka sögunnar,“ segir Sara og býr sig undir að flytja af landi brott.Sara hefur skipulagt fjöldan allan af mótmælum við Austurvöll. Úrslit kosninganna eru henni sár vonbrigði.Hún segir að í kosningabaráttunni hafi kjósendur mátt sitja undir áróðri manna sem eigi ekkert erindi í íslensk stjórnmál. Manna sem hafa „síendurtekið hafa brotið traust og trúnað við okkur öll og eiga nákvæmlega ekkert skilið frá okkur. Og síst af öllu umboð til þess að stjórna okkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er tækifærissinni af verstu gerð sem gerir engan greinamun á sannleika og lygi. Hann gekk svo illa og ómerkilega á lagið í þessari snörpu kosningabaráttu að skáldskapur hefði vart getað haldið í við atburðarásina.“Sorgin er of þrúgandiSara segir að ekki nokkur virðing sé borin fyrir þeim sem mættu á „Austurvöll þann 4. apríl 2016 (um 30 þús. manns), ekki nokkur einasta virðing fyrir lýðræðinu sem að komið var á fremsta hlunn í 45 daga áskorun, ekki nokkur einasta virðing fyrir Framsóknarflokknum sjálfum sem hann hafði svo lofsungið í gríð og erg í gegnum tíðina og samstarfsfólki sínu innan úr flokknum. Ömurlegt. Alveg ömurlegt. Bjarni Benediktsson er ennþá ómerkilegri sem stjórnmálamaður ef að yfir höfuð er hægt að vera það. Ég get ekki orða bundist. Mun ekki orða bindast. Sorgin er of þrúgandi.“Nichole Leigh Mosty er brotin kona eftir þá útreið sem Björt framtíð hlaut í kosningunum.Þórlaug Borg Ágústsdóttir Pírati er sársvekkt einnig, hún leitar skýringa og beinir sjónum sínum að kosningakerfinu: „Ef atkvæðavægi væri eðlilegt á Íslandi væri Exemið með 3 þingmenn, einn fyrir hvert landsbyggðarkjördæmi. Þegar kerfið er "riggað" af D og B þá er ekki hægt að tala um virkt lýðræði. Píratar fá endalaus uppbótarþingsæti af því að fylgið okkar er í bænum þar sem atkvæðið gildir 1/3 af landsbyggðinni.“Ég er brotin kona í kvöldEva Hauksdóttir laganemi virðist helst á því að hver þjóð eigi skilið þá leiðtoga sem hún fær: „Til hamingju með nýju hægristjórnina. Viðreisn hefur engu að tapa, getur auðveldlega sameinast Sjálfstæðisflokknum aftur. Þetta verður eitthvað ...“ Og Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi segir háðsk: „sér á góðu gengi Panamaprinsanna að niðurbrot menntakerfisins er að skila góðum árangri.“ Nichole Leigh Mosti, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, fauk út af þingi. Björt framtíð fékk skell. Hún segist þurfa að fara í að endurskoða vinalistann sinn. „Allt fyrir ekkert. Ég er brotin kona í kvöld.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27 Konum fækkar mikið á þingi og elsti þingmaður lýðveldistímans að ná kjöri Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. 29. október 2017 03:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Niðurstöður kosninganna eru vonbrigði í hugum flestra. Sú er niðurstaðan eftir að hafa skautað um hinar víðfeðmu lendur Facebook nú í morgun, þegar rykið er að setjast daginn eftir kosningarnar. Hrönn Kristinsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir einfaldlega: „Stórsigur leiðinlegra karla“. Helstu niðurstöðurnar kosninganna eru þessar: Stjórnarflokkarnir töpuðu 12 þingmönnum. En, fátt hefur breyst því þeir þingmenn fóru ekki til stjórnarandstöðunnar heldur hrifsuðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn og svo Inga Sæland og Flokkur fólksins það til sín.Útvarp Saga sigurvegari kosningannaMargir halda því fram fullum fetum að þar sé fylgi sem grundvallast á popúlískum sjónarmiðum. Hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna, að margra mati, er hin umdeilda útvarpsstöð Útvarp Saga. Þar hefur nýr þingmaður Flokks fólksins, Ólafur Ísleifsson hagfræðingur, farið mikinn í viðtölum við Pétur Gunnlaugsson útvarpsmann og ítrekað borið kjör þeirra sem verst eru settir saman við kostnað vegna hælisleitenda. Og, þeir sem stilla inn á tíðnisvið Útvarpss Sögu hafa einnig tekið eftir því að þar er Sigmundur Davíð í hávegum hafður.Að margra mati, sem nú tjá sig á Facebook, er þetta hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna. Pétur á Útvarpi Sögu.Og þó Samfylkingin megi vel við una gufaði fylgisaukning sem var að sýna sig við Vg upp í ekki neitt. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og Framsóknarflokkurinn vinnur það sem kallast varnarsigur. Þessar eru meginniðurstöður kosninganna en á Facebook eru margir sem ekki reyna að leyna vonbrigðum sínum.Takk fyrir það Björt framtíðHafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, sem reyndar styður Sjálfstæðisflokkinn, fer yfir stöðuna á sínum Facebookvegg, með nokkrum punktum: „BF sprengdi ríkisstjórnina eftir 8 mánuði og niðurstaðan er m.a. þessi: *Björt framtíð nær svo rosalega lélegum árangri að þau eru langt frá því að komast inn á fjárlög *Konum fækkar *Eldri mönnum fjölgar *Ungu fólki fækkar *Panamastjórnin (DB+M) er með tæplega helming atkvæða *Sigmundur Davíð er ekki lengur hornreka í íslenskum stjórnmálum það er bara búið að gefa honum flott umboð ári eftir Kastljósviðtalið fræga *Píratar helmingast *Það verður eitthvað bíó að mynda stjórnHafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur tekur saman helstu drætti eftir kosningar og myndin sem birtist er ógnvænleg í hugum margra, ekki síst kvenna.Það er nefnilega það. Það má eflaust alveg deila um það hvort að BF hafi verið að gera þjóðinni mikinn greiða.“Ég er brjáluðVandséð er að nokkurra breytinga sé að vænta í sjálfu sér. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna tala nú um að það þurfi að leita breyttra vinnubragða, hvað svo sem það nú þýðir. Gremjan leyndir sér ekki og sárndin brjótast út á Facebook. Sú gremja snýr meðal annars að kynjahlutföllunum á þingi. Snærós Sindradóttir, verkefnisstjóri á RÚV segir: „Mig langar að skæla yfir Silfrinu. Ójafnrétti er ekki tilviljanakennt, það er kerfislægt.“ Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar er á sömu línu: „Ömurleg kynjaskipting líka. Þvílík afturför. Ég er brjáluð.“Líf er einfaldlega brjáluð.Heiða B. Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar reynir ekki heldur að leyna gremju sinni: „Gamli tíminn og gömlu karlarnir unnu. Það vantar bara Jón Baldvin til að mér líði eins og ég hafi vaknað á 20. öldinni.“Sigmundur ómerkilegur tækifærissinniEn, stóru drættirnir eru að þeir sem bundu vonir við betri tíð með siðbót í haga, þeir urðu fyrir vonbrigðum. Sara Óskarsson Pírati, sem staðið hefur að margvíslegum mótmælum á Austurvelli, reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum. „Ég ætla að sofa á því, en ég er alls ekki viss um að siðferði mitt leyfi mér að búa áfram á Íslandi eftir úrslit kosninganna í kvöld. Það snýr á engan hátt að minni eigin stöðu, ég er líklegast varaþingmaður áfram eins og staðan er og yrði alsæl með þá niðurstöðu ef að hún væri undir öðrum kringumstæðum. Heldur snýst þetta um siðferði stjórnmálanna sjálfra. Stærstu mótmæli Íslandssögunnar komu í kjölfar stærsta gagnaleka sögunnar,“ segir Sara og býr sig undir að flytja af landi brott.Sara hefur skipulagt fjöldan allan af mótmælum við Austurvöll. Úrslit kosninganna eru henni sár vonbrigði.Hún segir að í kosningabaráttunni hafi kjósendur mátt sitja undir áróðri manna sem eigi ekkert erindi í íslensk stjórnmál. Manna sem hafa „síendurtekið hafa brotið traust og trúnað við okkur öll og eiga nákvæmlega ekkert skilið frá okkur. Og síst af öllu umboð til þess að stjórna okkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er tækifærissinni af verstu gerð sem gerir engan greinamun á sannleika og lygi. Hann gekk svo illa og ómerkilega á lagið í þessari snörpu kosningabaráttu að skáldskapur hefði vart getað haldið í við atburðarásina.“Sorgin er of þrúgandiSara segir að ekki nokkur virðing sé borin fyrir þeim sem mættu á „Austurvöll þann 4. apríl 2016 (um 30 þús. manns), ekki nokkur einasta virðing fyrir lýðræðinu sem að komið var á fremsta hlunn í 45 daga áskorun, ekki nokkur einasta virðing fyrir Framsóknarflokknum sjálfum sem hann hafði svo lofsungið í gríð og erg í gegnum tíðina og samstarfsfólki sínu innan úr flokknum. Ömurlegt. Alveg ömurlegt. Bjarni Benediktsson er ennþá ómerkilegri sem stjórnmálamaður ef að yfir höfuð er hægt að vera það. Ég get ekki orða bundist. Mun ekki orða bindast. Sorgin er of þrúgandi.“Nichole Leigh Mosty er brotin kona eftir þá útreið sem Björt framtíð hlaut í kosningunum.Þórlaug Borg Ágústsdóttir Pírati er sársvekkt einnig, hún leitar skýringa og beinir sjónum sínum að kosningakerfinu: „Ef atkvæðavægi væri eðlilegt á Íslandi væri Exemið með 3 þingmenn, einn fyrir hvert landsbyggðarkjördæmi. Þegar kerfið er "riggað" af D og B þá er ekki hægt að tala um virkt lýðræði. Píratar fá endalaus uppbótarþingsæti af því að fylgið okkar er í bænum þar sem atkvæðið gildir 1/3 af landsbyggðinni.“Ég er brotin kona í kvöldEva Hauksdóttir laganemi virðist helst á því að hver þjóð eigi skilið þá leiðtoga sem hún fær: „Til hamingju með nýju hægristjórnina. Viðreisn hefur engu að tapa, getur auðveldlega sameinast Sjálfstæðisflokknum aftur. Þetta verður eitthvað ...“ Og Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi segir háðsk: „sér á góðu gengi Panamaprinsanna að niðurbrot menntakerfisins er að skila góðum árangri.“ Nichole Leigh Mosti, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, fauk út af þingi. Björt framtíð fékk skell. Hún segist þurfa að fara í að endurskoða vinalistann sinn. „Allt fyrir ekkert. Ég er brotin kona í kvöld.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27 Konum fækkar mikið á þingi og elsti þingmaður lýðveldistímans að ná kjöri Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. 29. október 2017 03:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27
Konum fækkar mikið á þingi og elsti þingmaður lýðveldistímans að ná kjöri Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. 29. október 2017 03:56