Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2017 15:37 Ef þetta væri skólaball er líkast því sem Sigmundur Davíð geri hosur sínar grænar fyrir Lilju, fyrrverandi kærustu sinni, sem mætti með Sigurði Inga á ballið. Tog formanns Miðflokksins og svo formanns Framsóknarflokksins um Lilju Dögg Alfreðsdóttur gefur ekki góða von um að þessir tveir erkifjendur muni ná saman í ríkisstjórnarviðræðum. En, ekki hefur um heilt gróið þeirra á milli síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá sitjandi formanni Framsóknarflokksins, í blóðugum formannsslag. Ekki virðist sem þau sár séu gróin.Ummæli Sigmundar Davíðs þar sem hann vill með óbeinum hætti eigna sér viðunandi útkomu Framsóknarflokksins í kosningunum, það sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar kallar varnarsigur, hafa vakið mikla athygli. Og jafnvel furðu. Ef þetta væri á skólaballi, þá er líkast því að Sigmundur sé að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju Dögg Alferðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, sem þó kom með Sigurði Inga á ballið. „Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kosningavöku Miðflokksins og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.Hér ofar má sjá téðar viðræður en komið er inná þetta atriði á mín. 11:20. Báðir voru þeir, ásamt fleiri leiðtogum flokkanna, gestir Heimis Más Péturssonar í Kosningauppgjöri á Stöð 2 nú fyrr í dag. Heimir Már spurði Sigurð Inga út í þessi ummæli.Þeir voru kannski aldrei með okkur „Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn. Sigurður Ingi og bætti því við, spurður nánar út í þetta atriði: „Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að svara fyrir svona tal lengur.“Ég bara þekki Lilju Heimir Már vék þá sambærilegri spurningu til Sigmundar Davíðs, hvernig á því standi að hann telji Lilju einhvern sérstakan bandamann Miðflokksins? „Ég bara þekki Lilju Alfreðsdóttur og þá pólitík sem hún stendur fyrir. Það eru eflaust margir öflugir og góðir bandamenn í fleiri flokkum. Það eru fullt af fólki sem vill sjá nýja nálgun á stjórnmálin. Nálgast þau á grundvelli þess sem ég hef stundum kallað róttæka rökhyggju,“ sagði Sigmundur Davíð. Og útskýrði að það kæmi sér vel að Miðflokkurinn ætti sem flesta bandamenn nú þegar fyrir dyrum stæðu stjórnarviðræður. Vísir hefur reynt að ná í Lilju Dögg til að spyrja hana nánar út í þessi ummæli Sigmundar Davíðs en án árangurs. Mbl.is hafði erindi sem erfiði, og þó, því þar svarar Lilja næsta litlu um þetta atriði. Segir ummælin ekki stóra málið. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Tog formanns Miðflokksins og svo formanns Framsóknarflokksins um Lilju Dögg Alfreðsdóttur gefur ekki góða von um að þessir tveir erkifjendur muni ná saman í ríkisstjórnarviðræðum. En, ekki hefur um heilt gróið þeirra á milli síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá sitjandi formanni Framsóknarflokksins, í blóðugum formannsslag. Ekki virðist sem þau sár séu gróin.Ummæli Sigmundar Davíðs þar sem hann vill með óbeinum hætti eigna sér viðunandi útkomu Framsóknarflokksins í kosningunum, það sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar kallar varnarsigur, hafa vakið mikla athygli. Og jafnvel furðu. Ef þetta væri á skólaballi, þá er líkast því að Sigmundur sé að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju Dögg Alferðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, sem þó kom með Sigurði Inga á ballið. „Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kosningavöku Miðflokksins og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.Hér ofar má sjá téðar viðræður en komið er inná þetta atriði á mín. 11:20. Báðir voru þeir, ásamt fleiri leiðtogum flokkanna, gestir Heimis Más Péturssonar í Kosningauppgjöri á Stöð 2 nú fyrr í dag. Heimir Már spurði Sigurð Inga út í þessi ummæli.Þeir voru kannski aldrei með okkur „Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn. Sigurður Ingi og bætti því við, spurður nánar út í þetta atriði: „Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að svara fyrir svona tal lengur.“Ég bara þekki Lilju Heimir Már vék þá sambærilegri spurningu til Sigmundar Davíðs, hvernig á því standi að hann telji Lilju einhvern sérstakan bandamann Miðflokksins? „Ég bara þekki Lilju Alfreðsdóttur og þá pólitík sem hún stendur fyrir. Það eru eflaust margir öflugir og góðir bandamenn í fleiri flokkum. Það eru fullt af fólki sem vill sjá nýja nálgun á stjórnmálin. Nálgast þau á grundvelli þess sem ég hef stundum kallað róttæka rökhyggju,“ sagði Sigmundur Davíð. Og útskýrði að það kæmi sér vel að Miðflokkurinn ætti sem flesta bandamenn nú þegar fyrir dyrum stæðu stjórnarviðræður. Vísir hefur reynt að ná í Lilju Dögg til að spyrja hana nánar út í þessi ummæli Sigmundar Davíðs en án árangurs. Mbl.is hafði erindi sem erfiði, og þó, því þar svarar Lilja næsta litlu um þetta atriði. Segir ummælin ekki stóra málið.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15