Segir fjölgun flokka hafa talsverð áhrif á störf þingsins Ingvar Þór Björnsson skrifar 29. október 2017 18:06 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Samsett Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjölgun flokka á Alþingi hafi töluverð áhrif á starfsemi þingsins. „Þetta er auðvitað breyting. Sérstaklega í samanburði við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. „Þingflokkunum er í flestu gert jafnt undir höfði í þingstörfum án tillits til stærðar. Það tekur því lengri tíma að fá formleg sjónarmið allra flokka.“ Segir hann að sjónarmið allra þingflokka fái yfirleitt að heyrast í öllum málum og umræðum og því taki lengri tíma að fá slíkt fram. „Þetta verður aðeins fyrirhafnarmeira en það verður auðvelt að leysa þetta. Það þarf þá að skipta tíma öðruvísi og eitthvað svona.“Þrengslin mjög mikil fyrir þingflokka og þingmennAðspurður hvort erfitt verði að fjölga þingflokksherbergjum segir Helgi að það sé eitthvað sem þurfi einfaldlega að leysa. „Við höfum haft herbergi fyrir sjö þingflokka og við þurfum að gera breytingar til að búa til áttunda þingflokksherbergið. Þrengslin eru mjög mikil bæði fyrir þingflokka og fyrir þingmenn. Þeir búa ekki við hentugar skrifstofuaðstöður. Langt frá því,“ segir hann og bætir því við að þetta séu allt bráðabirgðalausnir sem eru ekki ákjósanlegar til lengri tíma. Þá bætir hann því við að nýja húsið sem byggt verður vestan við þinghúsið muni skipta sköpum varðandi aðstöðu. Byggingin mun hýsa starfsemi Alþingis og aðallega vera aðstaða fyrir þingmenn, þingflokka og nefndastörf. Kosningar 2017 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjölgun flokka á Alþingi hafi töluverð áhrif á starfsemi þingsins. „Þetta er auðvitað breyting. Sérstaklega í samanburði við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum,“ segir Helgi. „Þingflokkunum er í flestu gert jafnt undir höfði í þingstörfum án tillits til stærðar. Það tekur því lengri tíma að fá formleg sjónarmið allra flokka.“ Segir hann að sjónarmið allra þingflokka fái yfirleitt að heyrast í öllum málum og umræðum og því taki lengri tíma að fá slíkt fram. „Þetta verður aðeins fyrirhafnarmeira en það verður auðvelt að leysa þetta. Það þarf þá að skipta tíma öðruvísi og eitthvað svona.“Þrengslin mjög mikil fyrir þingflokka og þingmennAðspurður hvort erfitt verði að fjölga þingflokksherbergjum segir Helgi að það sé eitthvað sem þurfi einfaldlega að leysa. „Við höfum haft herbergi fyrir sjö þingflokka og við þurfum að gera breytingar til að búa til áttunda þingflokksherbergið. Þrengslin eru mjög mikil bæði fyrir þingflokka og fyrir þingmenn. Þeir búa ekki við hentugar skrifstofuaðstöður. Langt frá því,“ segir hann og bætir því við að þetta séu allt bráðabirgðalausnir sem eru ekki ákjósanlegar til lengri tíma. Þá bætir hann því við að nýja húsið sem byggt verður vestan við þinghúsið muni skipta sköpum varðandi aðstöðu. Byggingin mun hýsa starfsemi Alþingis og aðallega vera aðstaða fyrir þingmenn, þingflokka og nefndastörf.
Kosningar 2017 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira