Rúmur helmingur leggst gegn veggjöldum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. október 2017 06:00 Hvalfjarðargöngin voru opnuð hinn 11. júlí 1998 og hafa veggjöld verið innheimt þar frá upphafi. vísir/pjetur Rúmlega helmingur þeirra sem afstöðu taka segjast ekki vera reiðubúnir til að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Um 44 prósent segjast vera reiðubúin til þess að greiða vegtolla. Munurinn er vel umfram vikmörk sem er 3,44 prósent. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að leita annarra leiða en í ríkissjóð til að fjármagna samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum, sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu, munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Stöð 2 hinn 13. júlí síðastliðinn. Á þingmálaskrá ráðherrans, sem opinberuð var þegar þing var sett um miðjan september, var frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Í Fréttablaðinu hinn 28. september kom fram að kostnaður samfélagsins sem hlaust af umferðarslysum á helstu stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu var tæpir 16 milljarðar á árunum 2012 til 2016. Tölur um þetta voru kynntar á umferðarþingi sem fram fór á Selfossi. „Þessar tölur byggja á aðferðafræði sem áætlar kostnað samfélagsins frekar varlega,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps sem fjallar um fjármögnun samgöngubóta. Tölurnar ná yfir kostnað vegna starfa lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og kostnað vegna eignatjóns, sjúkrahúskostnað, vinnutap og þess háttar. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ertu tilbúin(n) að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar? Alls tóku 86 prósent afstöðu, 13 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Samgöngur Tengdar fréttir Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Rúmlega helmingur þeirra sem afstöðu taka segjast ekki vera reiðubúnir til að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Um 44 prósent segjast vera reiðubúin til þess að greiða vegtolla. Munurinn er vel umfram vikmörk sem er 3,44 prósent. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að leita annarra leiða en í ríkissjóð til að fjármagna samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum, sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu, munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Stöð 2 hinn 13. júlí síðastliðinn. Á þingmálaskrá ráðherrans, sem opinberuð var þegar þing var sett um miðjan september, var frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Í Fréttablaðinu hinn 28. september kom fram að kostnaður samfélagsins sem hlaust af umferðarslysum á helstu stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu var tæpir 16 milljarðar á árunum 2012 til 2016. Tölur um þetta voru kynntar á umferðarþingi sem fram fór á Selfossi. „Þessar tölur byggja á aðferðafræði sem áætlar kostnað samfélagsins frekar varlega,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps sem fjallar um fjármögnun samgöngubóta. Tölurnar ná yfir kostnað vegna starfa lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og kostnað vegna eignatjóns, sjúkrahúskostnað, vinnutap og þess háttar. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ertu tilbúin(n) að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar? Alls tóku 86 prósent afstöðu, 13 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Samgöngur Tengdar fréttir Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00