Fá nýja sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2017 06:00 Fleiri sérgreinalæknar eru komnir til Sjúkrahússins á Akureyri (SAK) þó ekki sé búið að manna allar stöður. Ráðningar ganga nú betur. vísir/pjetur Undanfarin misseri hefur gengið betur að ráða sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) en síðustu ár að mati Sigurðar Einars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga á SAK. Sjúkrahúsið hefur unnið að því að fá til sín sérgreinalækna síðustu ár en oft ekki haft erindi sem erfiði. „Við erum búin að ráða bæklunarskurðlækna, svæfinga- og gjörgæslulækna, almenna skurðlækna, þvagfæraskurðlækni og lyflækni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigurður. „Við erum ekki komin á þann stað að manna allar stöður en staðan í mörgum greinum er betri en oft áður.“ Að auki nefnir Sigurður að vel hafi gengið að ráða unglækna við sjúkrahúsið. Þær stöður eru nokkuð mikilvægar að mati Sigurðar. „Þá hefur vel gengið að manna unglæknastöður hjá okkur. Það er alltaf gott ef við horfum fram í tímann.“ Fyrir viku tilkynnti sjúkrahúsið að nýr þvagfæraskurðlæknir hafi verið ráðinn í hlutastarf til sjúkrahússins. Sá heitir Jón Örn Friðriksson. „Jón Örn mun starfa í hlutastarfi og alla jafna vera á sjúkrahúsinu vikulega, þriðjudaga og miðvikudaga. Hann mun sinna göngudeildarþjónustu þvagfæravandamála, legudeildarsjúklingum og speglunum ásamt aðgerðum á skurðstofu,“ sagði í tilkynningu sjúkrahússins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Undanfarin misseri hefur gengið betur að ráða sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) en síðustu ár að mati Sigurðar Einars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga á SAK. Sjúkrahúsið hefur unnið að því að fá til sín sérgreinalækna síðustu ár en oft ekki haft erindi sem erfiði. „Við erum búin að ráða bæklunarskurðlækna, svæfinga- og gjörgæslulækna, almenna skurðlækna, þvagfæraskurðlækni og lyflækni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigurður. „Við erum ekki komin á þann stað að manna allar stöður en staðan í mörgum greinum er betri en oft áður.“ Að auki nefnir Sigurður að vel hafi gengið að ráða unglækna við sjúkrahúsið. Þær stöður eru nokkuð mikilvægar að mati Sigurðar. „Þá hefur vel gengið að manna unglæknastöður hjá okkur. Það er alltaf gott ef við horfum fram í tímann.“ Fyrir viku tilkynnti sjúkrahúsið að nýr þvagfæraskurðlæknir hafi verið ráðinn í hlutastarf til sjúkrahússins. Sá heitir Jón Örn Friðriksson. „Jón Örn mun starfa í hlutastarfi og alla jafna vera á sjúkrahúsinu vikulega, þriðjudaga og miðvikudaga. Hann mun sinna göngudeildarþjónustu þvagfæravandamála, legudeildarsjúklingum og speglunum ásamt aðgerðum á skurðstofu,“ sagði í tilkynningu sjúkrahússins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00